fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Elfar Þór var misnotaður í sundi sem krakki: „Hann gerði þetta í mörg ár“

Fókus
Föstudaginn 12. apríl 2019 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elfar Þór Guðbjartsson, kvikmyndagerðarmaður, er með þættina Endalaus Óviska á YouTube. Sólborg Guðbrandsdóttir er gestur í nýjasta þættinum. Sólborg er söngkona, blaðakona og aktívisti sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar.

Sjá einnig: Umræða um fullnægingar fer á flug: „Hættið að please-a gaura sem geta ekki látið ykkur fá það“ – Strákar feika það líka

Elfar og Sólborg ræða um fíkn og edrúmennsku, ofbeldi í mörgum myndum og fleira. Elfar opnar sig í fyrsta sinn á opinberum vettvangi um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég tala um þetta opinberlega […] En ég var misnotaður í sundi þegar ég var krakki. Ekki það sem telst gróf misnotkun en þar var maður sem var að [fróa sér] inn í gufubaðinu og var alltaf að klípa í typpin á okkur. Hann gerði þetta í mörg ár þarna,“ segir Elfar. „Eins og ég segi þá var það aldrei þannig, ég var með þannig vinahóp sem gerði lítið úr þessu.“

„Kynferðisofbeldi gagnvart körlum er oft þannig,“ segir Sólborg.

„Það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum, þá sit ég þarna og hitti félaga minn. Við erum eitthvað að hlægja [og rifja þetta upp] og þá kemur svona augnablik, já við vorum samt misnotaðir í sundi. Hann var eitthvað: „Já en hvað eigum við að gera.“ Þá var þetta orðið svolítið þannig hugarfar. Og á þessum tímapunkti þegar maður var með þetta viðhorf þá var maður ekki eins meðvitaður um það, þetta hafði ekki þannig lagað skelfileg áhrif,“ segir Elfar Þór. „Ég las svo í blaðinu mörgum árum seinna að maður hafði verið að gera þetta í gufubaðinu. Það var strákur sem kvartaði og ég hef ekki séð manninn í sundlauginni síðan,“ segir Elfar Þór.

„Pældu í því hvað einstaklingar hafa komist upp með að brjóta gagnvart strákum í langan tíma þar sem því hefur verið slegið upp í grín,“ segir Sólborg.

„Strákar [að grínast sín á milli]. Varnarviðbrögð því strákum má ekki finnast ofbeldi gagnvart þeim alvarlegt og þeim má ekki líða illa yfir því þá er þetta meira svona svo við getum [höndlað þetta] þá skulum við grínast með þetta,“ segir Sólborg og bætir við að henni þyki það leiðinlegt að þetta hafi komi fyrir hann.

„Þetta er skelfilegt,“ segir Elfar. Sólborg tekur undir: „Ömurlegt.“

Elfar segir þetta ekki hafa haft mikil áhrif á hann en hafði þau áhrif að hann hætti að taka mark á fullorðnu fólki. „Eina sem ég sé eftir er að lesa greinina mörgum árum seinna, þar var lítill strákur sem var hræddur, var ógnað. Hann hafði ekki eins og ég hafði, vinina,“ segir Elfar.

„Mundu samt að þú barst ekki ábyrgð sem lítill strákur að stoppa þennan mann sem kom svona fram við ykkur,“ segir Sólborg.

„Þið voruð börn sem voruð beitt ofbeldi […] Þessi gaur bar ábyrgð á því að vera fokking ógeð.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ