fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Aron Leví var rangfeðraður í átján ár – Kynntist föður sínum og systkinum í jarðarför

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar varaborgarfulltrúinn Aron Leví Beck var átján ára breyttist heimsmynd hans. Hann fór í faðernispróf og komst að því að maðurinn sem hann taldi vera föður sinn var það ekki. Á einu bretti eignaðist hann nýjan föður og sex hálfsystkini sem hann kynntist í jarðarför ömmu sinnar sem hann aldrei þekkti. DV ræddi við Aron um æskuna með ADHD, hið flókna fjölskyldumynstur, ástina og pólitíkina.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Átján ára í faðernispróf

Aron ólst ekki upp hjá föður sínum. Foreldrar hans höfðu verið kærustupar þangað til Aron var um eins árs gamall. Eftir það tók hún saman við stjúpföður Arons en Aron var í góðu, en stundum rysjóttu, sambandi við föður sinn og tvo yngri hálfbræður. Sambandið jókst á unglingsárunum þegar Aron starfaði með föður sínum. En einn dag í matartímanum gjörbreyttist allt þegar faðir Arons bað hann að fara í faðernispróf.

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Aron. „Ég hafði ekki einu sinni heyrt þetta orð. Þegar ég kom heim hafði mamma heyrt af þessu og var svolítið stressuð. Ég spurði hana hvort hann væri örugglega pabbi minn og hún sagðist vera 99,9 prósent viss. Við ákváðum þá að fara í prófið.“

Niðurstaðan var sú að Aron og faðir hans, eða sá sem hann hélt að væri faðir hans, voru ekki mikið skyldir.

„Ég spurði mömmu þá hvort hún vissi hver væri hinn rétti og hún sagðist hafa einn í huga.“

Veistu af hverju þetta kom upp á þessum tíma?

„Ég held að það hafi verið af því að ég var orðinn átján ára. Mögulega hafði pabba alltaf grunað þetta, en viljað klára sitt og ekki hlaupa frá. Það fannst mér svolítið sárt að hugsa um, að baklandið segði manni ekki allt.“

Kom þá í ljós að faðir Arons var Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður og líkindi þeirra leyndu sér ekki. Aron vissi þá ekki hver hann var en þekkti sum lögin þegar hann fór að kynna sér nýja pabbann.

„Þetta sagði mér á einhvern hátt að mamma hefði alltaf vitað þetta og það voru auðvitað blendnar tilfinningar í spilinu. Auðvitað voru þetta mikil viðbrigði. Ég eignaðist þarna sex ný systkini á einu bretti. En það var mjög gaman að hitta og kynnast öllu þessu fólki.“

Kynntist fjölskyldunni í jarðarför ömmu

Þegar Aron hringdi í Rúnar fékk hann að vita að amma hans væri nýlátin og jarðarförin yrði haldin brátt. Niðurstöðurnar úr þeirra faðernisprófi voru hins vegar ekki komnar.

„Hann sagði að ég þyrfti ekki að mæta. Kannski kæmi neikvætt út úr prófinu og ég yrði þarna staddur í jarðarför ókunnugra á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Aron kíminn. „En ég sagði honum að ég myndi mæta. Ef prófið yrði jákvætt myndi ég ekki vilja missa af jarðarför ömmu minnar. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa mætt.“

Hvernig leið þér í jarðarförinni?

„Þetta var svolítið skrýtið. Ég var þarna að hitta pabba, systkini mín og alla þessa ætt í fyrsta skipti. Ég hafði reyndar áður talað við eina systur mína sem er jafn gömul og ég og var því mestmegnis með henni í athöfninni. Allir vissu að ég myndi mæta og í erfidrykkjunni talaði ég við fólkið.“

Finnst þér leitt að hafa ekki kynnst henni?

„Já, en mér finnst verra að hafa ekki vitað af systkinum mínum, sem eru mörg nálægt mér í aldri. Að sama skapi ef ég hefði alltaf vitað þetta hefði ég aldrei kynnst hinum hálfbræðrum mínum. Það eru flóknar tilfinningar í spilinu og snýst ekki einungis um mig. Þegar ég var lítill fannst mér pabbi alltaf sterkastur og bestur og litlu bræður mínir litu upp til mín.“

Hefur samband ykkar breyst?

„Já. Þegar þetta kom upp hétum við pabbi því að þetta myndi ekki hafa áhrif á okkar samband. En þetta hefur áhrif, bæði á mig og hálfbræður mína. Ég finn samt ekkert nema ást og hlýju gagnvart þeim.“

Aron á einnig systkini sammæðra og önnur uppeldissystkini. Hann stóð því uppi með þrjá feður og systkinafjölda sem hann hefur varla tölu á. „Þau eru eitthvað um tíu,“ segir hann og brosir.

Gengur alltaf vel að útskýra þetta?

„Ekki alltaf. Það tekur alltaf tíma og fer eftir því hversu móttækilegur viðmælandinn er.“

Hvað varðar nýju fjölskylduna þá segir Aron að honum hafi verið tekið opnum örmum.

Rúnar Þór
Tónlistarmaður um áratuga skeið.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu