fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sett í einangrun eftir að hafa orðið fyrir árás samfanga

Auður Ösp
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir Karlotta Lilo Elchmann, en hún neyddist til að dúsa í hálft ár í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum við vægast sagt ömurlegar aðstæður. Hún kveðst reið og sár yfir framgöngu bandarískra yfirvalda en hún hefur verið búsett þar í landi í meira en tvo áratugi.

Hér fyrir neðan má brot af viðtalinu við Karlottu en viðtalið í heild sinni má finna í nýjasta helgarblaði DV.

 Einangrun í fimm sólarhringa

 Karlotta segist einnig hafa þurft að sæta áreiti og ofbeldi af hálfu annarra fanga.

„Í eitt skipti réðst stúlka frá Jamaíku á mig og barði með þeim hætti að ég varð að verja mig. Það eru myndbandsupptökuvélar úti um allt þannig að það á greinilega að vera hægt að sjá að hún átti upptökin. Af einhverjum ástæðum var ég engu að síður sett í einangrun í fimm sólarhringa.“

Karlotta nefnir einnig annað skipti, þar sem samfangi hennar, stúlka frá Mexíkó, áreitti hana kynferðislega. Sú stúlka var að hennar sögn alvarlega veik á geði. „Þegar komið var með hana í fangelsið var hún gargandi og öskrandi og lamdi höfðinu stöðugt í glugga og rimla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“