fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Bonneville leikur Roald Dahl

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 13. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugh Bonneville, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Downton Abbey, mun leika rithöfundinn fræga, Roald Dahl, í nýrri kvikmynd. Dahl er höfundur fjölda klassískra barnabóka og má þar nefna Matthildu og Kalla og sælgætisgerðina. Myndin mun fjalla um hjónaband rithöfundarins og Óskarsverðlauna-leikkonunnar Patriciu Neal. Dahl og Neal gengu í hjónaband árið 1953 og eignuðust fimm börn. Ýmiss konar harmur sótti hjónin heim, fjögurra mánaða sonur þeirra slasaðist alvarlega þegar leigubíll ók á barnavagn sem hann var í. Sonurinn var tvö ár að jafna sig. Tveimur árum síðar dó sjö ára dóttir þeirra úr heilabólgu eftir að hafa fengið mislinga. Neal fékk heilablóðfall þremur árum síðar og var þá barnshafandi. Hún var í dái í þrjár vikur og þegar hún komst til meðvitundar þurfti hún að læra að ganga og tala á ný. Á þeim tíma var það eiginmaðurinn sem reyndist stoð hennar og stytta. Neal fæddi síðan heilbrigða dóttur. Hjónin skildu árið 1983 eftir að upp komst um framhjáhald Dahls.

Urðu að þola ýmis áföll.
Patricia Neal og Roald Dahl Urðu að þola ýmis áföll.

Kvikmyndin mun fjalla um sigra og harmleiki í lífi tveggja frægra einstaklinga. Leikstjóri myndarinnar verður John Hay. Ekki hefur verið tilkynnt hver muni leika Patriciu Neal, en frétt þess efnis er að vænta á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“