fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

ÞEIR YRKJA FRÁ HJARTANU

Ljóðapríl 2017

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook hefur apríl verið tileinkaður ljóðlistinni á síðu sem heitir einfaldlega Ljóðapríl 2017. Þar hefur fjöldi einstaklinga deilt sínum uppáhaldsljóðum og nokkrir deilt ljóðum sem þeir sjálfir hafa ort. Í síðarnefnda hópnum eru meðal annarra tveir ungir feður, sem báðir eiga fjölda ljóða í skúffu sem eru óðum að koma upp á yfirborðið og fyrir augu almennings.

Draumurinn

Í nótt mig drauminn dreymdi,
dýrðar stund var það.
Og söknuð, grát ég gleymdi,
fann gleði´á þessum stað.

Þú til mín komst og kysstir,
komst með brosið þitt.
Og sagðir mér, þú misstir,
molnað hjarta mitt.

En núna varstu vinan,
viss um okkar ást.
Ég fann minn yl að innan,
allur hætti´að þjást.

Við lágum tvö í leyni,
litla fagra stund.
Fann líkn á mínu meini ,
er mætti’á þennan fund.

En aftur var svo vaknað,
veröld blasti við.
Þín var aftur saknað,
svo aftur hófst mín bið.

Höfundur: Svanur Bjarki Úlfarsson (37), einstæður tveggja barna faðir, tónmenntakennari í Kelduskóla og meðlimur í dúettinum Dúbilló.

Svanur Bjarki Úlfarsson
Svanur Bjarki Úlfarsson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hjörtun þrjú

Minn tilgangur í lífi hér
nærir alla daga mína
hjörtun þrjú í hjarta mér
mér fegurðina sýna

Það sem Sölvi sýndi mér
er hann kom í heiminn
að risa hjarta ég í brjósti ber
hann lýsti upp himingeiminn

Mitt blóð í æðum Adríans er
hann er kraftur minn og styrkur
er hönd hans læðist um háls á mér
hverfur allt mitt myrkur

Lindin er mitt lífsins blóm
hún nærir hjartarætur.
af ást hún fyllti augun tóm
hún er ljós um dimmar nætur

Allt sem ég á það gef ég þeim
ekkert er of mikið
þau færa ást inn í þennan heim
og gleði fyrir vikið.
Sölvi Snær, Adrían Elí og Indía Lind.

Höfundur: Mikael Tamar Elíasson (30 ára), einstæður þriggja barna faðir og sjómaður.

Mikael Tamar Elíasson. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson.
Mikael Tamar Elíasson. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði