fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

MYNDI VILJA KVÖLDSTUND MEÐ LENNON

Eyjólfur Kristjánsson (56) situr fyrir svörum:

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson hefur verið í framvarðarsveit íslenskra dægurlagaflytjenda um árabil og hefur sent frá sér fjölmörg lög sem heillað hafa þjóðina. Eyjólfur verður með tónleika á Rosenberg 6. maí næstkomandi, en hann hefur ekki flutt eigin lög á tónleikum í Reykjavík í tólf ár. Með honum verða hljómsveit og gestir og má búast við toppstemningu hjá Eyfa. Eyfi svarar spurningum vikunnar.

FÆDDUR OG UPPALINN? 17. apríl 1961 í Reykjavík.

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? … fara út að borða.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Steik og rautt.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Hvorugt.

HVAÐ GERIRÐU MILLI KL. 17–19? Er ekki 5 bíó málið.

SAMFÉLAGSMIÐLAR EÐA DAGBLÖÐIN? Bæði.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Ekkert.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Bæði.

HVER STJÓRNAR FJARSTÝRINGUNNI Á ÞÍNU HEIMILI? Ég.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Draumkenndur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Fávitinn.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Range Rover Autobiography.

FYRSTA STARFIÐ? Lyftustrákur í Kerlingarfjöllum.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Vestmannaeyjar.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Tímaflakk.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

HÚÐFLÚR EÐA EKKI? Ekki.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Ef ég segi frá, þá eru þeir ekki leyndir lengur.

HVAÐ FÉKK ÞIG TIL AÐ TÁRAST SÍÐAST? Laukskurður.

FYRIRMYND Í LÍFINU? Faðir minn.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Enga lengur, enda bæði látin fyrir alllöngu síðan, en voru bæði montin af tónlistarmanninum mér.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nei.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að skilja ekki við eiginkonu mína.

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Dúfa í Þýskalandi.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Man ekki eftir neinu sérstöku, nema ég man öll andlit, en ekki nöfn, getur verið neyðarlegt stundum.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? 07.45.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Ég bara veit það ekki.

HVAÐA BÓK ER Á NÁTTBORÐINU? Aflausn eftir Yrsu.

MEÐ HVERJUM LÍFS EÐA LIÐNUM MYNDIR ÞÚ VILJA VERJA EINNI KVÖLDSTUND? John Lennon.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Hlaupa með pabba úti í garði 17. júní 1964.

LÍFSMOTTÓ? „Þú lifir aðeins einu sinni.“

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR/-STÖÐ? Ívar Guðmundsson/Hringbraut.

UPPÁHALDSMATUR/-DRYKKUR? Rjúpur/Rauðvín.

UPPÁHALDSTÓNLISTARMAÐUR/-HLJÓMSVEIT? Stefán Hilmarsson/Moses Hightower.

UPPÁHALDSKVIKMYND/-SJÓNVARPSÞÆTTIR? Once Upon A Time In The West/Game Of Thrones.

UPPÁHALDSBÓK? Bankabókin mín.

UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLAMAÐUR? Steingrímur Hermannsson.

Eyfi hefur nú opnað likesíðu á Facebook og er tilvalið að líka við hana og taka þátt í leik þar sem dregið verður úr 1. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði