fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Best í mat, bíó, bókum, tónlist og sjónvarpi í vikunni

Uppáhalds vikunnar 11. ágúst hjá Birtu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. ágúst 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri Birtu velur sitt uppáhald liðinnar viku í mat, bíó, bókum, sjónvarpi og tónlist.

Ozark: Hversu langt ertu tilbúinn að ganga til að vernda fjölskylduna?

Sjónvarpsserían Ozark er ein af þeim nýrri á Netflix. Tíu þátta sería með Jason Bateman og Lauru Linney í aðalhlutverkum. Bateman leikur fjármálaráðgjafa sem flytur með konu sína og tvö börn þeirra frá úthverfi Chicago á sumardvalarstað við Ozark vatnasvæðið í Missouri. Ástæðan fyrir flutningnum kemur í ljós í þáttunum. Bateman, sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, hefur verið frekar mistækur í hlutverkum sínum, en er stórgóður hér. Þegar þetta er skrifað eru þættirnir með 8,7 í einkunn á imdb.com. Ég mæli mjög með þessari seríu og frábært að sjá Bateman aftur í sjónvarpi. Ég mæli líka eindregið með að sleppa því að horfa á stiklu þáttanna, þar sem hún gefur of mikið upp um efni þeirra og byrja frekar bara að horfa.

Hrægammur, vopn og peningar koma við sögu í Ozark.
Plakat þáttanna Hrægammur, vopn og peningar koma við sögu í Ozark.
Jason Bateman og Laura Linney í hlutverkum sínum í Ozark.
Leika hjón Jason Bateman og Laura Linney í hlutverkum sínum í Ozark.

Bókaskot: Hraðlesin hasarlesning

Bandaríski metsölurithöfundurinn James Patterson er best þekktur fyrir bókaflokkana um lögreglumanninn Alex Cross, Women´s Murder Club og Maximum Rise. Í dag er hann er orðinn meira vörumerki, en rithöfundur, enda eru bækur hans orðnar nærri 200 talsins síðan sú fyrsta kom út 1976. Margar bóka hans skrifar hann með einum meðhöfundi í hvert sinn. Í fyrra hóf hann útgáfu á Bókaskotum (Bookshots), bækur sem eru um 150 bls. hver og kosta innan við 5 dollara (500 íslenskar krónur). Þegar þetta er skrifað eru komnar út 53 glæpaskot og 21 ástarskot og nýjar koma út í hverjum mánuði.

Bókaskotin eru frábær til að grípa í þegar mann vantar eða langar að lesa eitthvað sem tekur stuttan tíma og reynir ekki of mikið á. Þeim má hlaða niður í síma eða spjaldtölvur og á heimasíðunni: bookshots.com má eignast eina þeirra frítt. Bókin heitir The Witnesses og fjallar um Sanderson fjölskylduna sem þarf í felur eftir að einn meðlimur hennar kemst að glæpsamlegu atferli nágranna sinna. Eða svo halda þau. Bókin er alveg í anda Patterson: hraðlesin, hraðsoðin glæpasaga sem maður les í einum rykk. Spennandi og grípandi, en auðgleymanleg.

James Patterson er einn vinsælasti, mest lesni og atkastamesti rithöfundur samtímans.
Metsöluhöfundur James Patterson er einn vinsælasti, mest lesni og atkastamesti rithöfundur samtímans.
Bókinni The Witnesses má hlaða frítt niður á bookshots.com.
Frítt sýnishorn Bókinni The Witnesses má hlaða frítt niður á bookshots.com.

Dunkirk: Fá orð, miklar tilfinningar

Nýjasta mynd Christopher Nolan er veisla fyrir augu og eyru: vel leikin, vel tekin, vel skrifuð, tónlistin hreint frábær. En hún er ekki veisla fyrir hjarta og sál, en nauðsynleg áhorfs engu að síður. Þrátt fyrir að ekki sé farið ofan í kjölinn á lífi helstu sögupersóna, sem flestir eru kornungir hermenn í stríði, fær maður engu að síður samúð með þeim, áhorfandinn er gjörsamlega með þeim á ströndinni í Dunkirk, í sjónum í Ermarsundi og í loftinu yfir. Og maður vonar að þeir komist allir heilir heim, þó að maður viti jafnframt að dánartala bæði hermanna og óbreyttra borgara hafi hlaupið á tugum milljóna í Seinni heimsstyrjöldinni. Dunkirk er mynd sem er skylda að sjá í bíó og Seinni heimsstyrjöldin og afleiðingar hennar er saga sem má ekki gleymast.

Vonin er eina vopnið sem eftir er fyrir hermennina í Dunkirk.
Ermarsundið Vonin er eina vopnið sem eftir er fyrir hermennina í Dunkirk.
Það þrengir að Bretum á ströndinni við Dunkirk.
Óvinurinn færist nær Það þrengir að Bretum á ströndinni við Dunkirk.

Sumac: Girnilegt fyrir auga og maga

Veitingastaðurinn Sumac grill + drinks opnaði nýlega á Laugavegi. Maturinn er undir áhrifum frá Líbanon og Marokkó, sem er matargerð sem ég hafði aldrei smakkað áður og því var upplagt að vinkonuhópurinn færi þangað. Samtals komu um tíu réttir á borðið og allar smökkuðu. Það er skemmst frá því að segja að þetta var allt gott. Uppáhalds er grillaða flatbrauðið með hummus og möndlu paprikukremi og bakaða blómkálið með granatepli, möndlum og cumin jógúrtsósu, sem við gjörsamlega slefuðum yfir, hver sagði að grænmeti þyrfti að vera óspennandi til matar? Svo spillti ekki fyrir að maturinn er allur litríkur og fallegur fyrir augað og allir diskar og tilheyrandi líka. Sem betur fer er staðurinn ekki í Kringlunni, þá væri ég skuggalega oft þar í hádegismat.

Meðal rétta á Sumac grill + drinks er grillað flatbrauð með hummus og möndlu paprikukremi.
Grillað flatbrauð Meðal rétta á Sumac grill + drinks er grillað flatbrauð með hummus og möndlu paprikukremi.
Bakaða blómkálið með granatepli, möndlum og cumin jógúrtsósu er gjörsamlega æði.
Bakað blómkál Bakaða blómkálið með granatepli, möndlum og cumin jógúrtsósu er gjörsamlega æði.

Billboard: Hundrað vinsælustu lögin

Topplisti bandaríska listans á 59 ára afmæli í dag og því hefur hann verið í spilun á Spotify síðustu vikuna. Þó að topplög listans séu oftast eitthvað sem maður er búin að hlusta milljón sinnum (Despacito er í fyrsta sætinu) og jafnvel löngu kominn með leið á, þá má oftast finna ný lög í neðstu sætum listans. Eitthvað sem maður hefur ekki heyrt áður, bæði frá þekktum og óþekktum tónlistarmönnum. Það er alltaf gaman að finna nýja gullmola í allri tónlistarflórunni.

Billboard listinn er 59 ára í dag.
Afmæli í dag Billboard listinn er 59 ára í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall