fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fókus

Ellý Ármanns: Hræðileg upplifun að skilja í annað sinn: „Það var mikið um skemmtanahald, stress og álag“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Ellý Ármanns ritstjóri og eigandi frettanetid.is prýðir forsíðu júní tölublaðs MAN sem kemur í verslanir í dag. Ellý vakti athygli fyrir hispurslaus skrif um fræga fólkið á vef Vísis, en stofnaði Fréttanetið eftir að hafa misst vinnuna hjá 365 en þar hafði hún starfað í 9 ár. Í einlægu viðtali við MAN ræðir hún m.a. skilnað sinn við sambýlismann sinn til 13 ára og barnsföður.

„Það var fjölmiðlasamband en við störfuðum bæði við fjölmiðla þá og hrærðumst í þeim hraða heimi. Það var mikið um skemmtanahald, stress og álag. Ég ákvað að loka þeim kafla þegar farið var að halla undan fæti. Okkur var báðum sagt upp störfum hjá 365 og það setti stórt strik í reikninginn, sambandið gekk illa eftir það. Það var mikið um drykkju sem ég fúnkeraði ekki í,“ segir Ellý m.a í viðtalinu.

Ellý á tvo syni úr fyrra sambandi og segir það hafa verið hræðilega upplifun að skilja í annað sinn.

„Ekki síst þar sem við misstum húsið okkar, lánin höfðu rokið upp úr öllu valdi og við vorum bæði án atvinnu. Við reyndum að semja við bankann án árangurs og svo fór að húsið var selt bankanum á uppboði.“

DV greindi svo frá því seint á síðasta ári að Ellý væri komin á fast með athafnamanninum Steingrími Erlingssyni, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore. Í viðtali við MAN segir Ellý:

„Hver ein­asti dag­ur með hon­um er æv­in­týri lík­ast­ur. Við lát­um eins og kján­ar en á sama tíma erum við sam­stillt og það á jafn­ingja­grund­velli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku
Fókus
Í gær

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeilda samfélagsmiðlastjarnan óþekkjanleg – Búinn að missa yfir 110 kíló og lét fjarlægja aukahúðina

Umdeilda samfélagsmiðlastjarnan óþekkjanleg – Búinn að missa yfir 110 kíló og lét fjarlægja aukahúðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“