fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Föðurmissinum fylgdi fullkomið frelsi

Vissi að áfengið stýrði ekki lengur lífi hans – Mótorhjólin urðu ástríða

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Axelsson er á góðum stað í lífinu. Hann rekur eigið fyrirtæki og er eftirsóttur í ýmiss konar skapandi verkefni í garðyrkjubransanum. Hann á tvö heimili og son sem hann sinnir af alúð. Þess á milli þeysist hann um á mótorhjóli víða um jarðir. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður heimsótti Birgi í hellinn hans í Hafnarfirðinum. Þar eru mótorhjól, og græjur uppi um alla veggi og mildur smurolíukeimur í loftinu.

Föðurmissir og frelsi

Biggi ákvað að flytja til Keflavíkur þar sem föðurfjölskylda hans bjó. Hann leigði íbúð og fékk verknámssamning í garðyrkju. Það var bjartara framundan og Biggi var edrú. Hann ræddi við skólayfirvöld og fékk að byrja þar aftur 2009. Þetta var stórt skref. „Enginn bjóst við því að sjá mig þarna aftur. Enda hafði ástandið á mér verið hörmulegt.“

Axel, faðir Bigga, veiktist af krabbameini sem dró hann til dauða þetta sumar. „Við vorum búnir að ná góðum tíma saman og byggja upp samband eftir að ég hafði verið týndur öll þessi ár. Þegar ljóst var hvert stefndi hafði ég áhyggjur af því hvernig dauði pabba mundi fara með mig – hvort ég gæti verið edrú. Ég hélt í höndina á honum þegar hann dó í sjúkrarúminu og þegar það gerðist upplifði ég í fyrsta sinn fullkomið frelsi. Það var ekkert annað sem skipti máli, stundin var friðsæl og áfengið togaði ekki í mig. Það var undarlegt að kveðja pabba sem mér þótti óendanlega vænt um og upplifa líka þetta frelsi. Fyrst þessi erfiði missir kveikti ekki löngun í vín innra með mér vissi ég að annað myndi ekki hafa áhrif á mig.“

Eftir að Biggi missti föður sinn fann hann nýja ástríðu í lífinu, mótorhjólin. „Ég erfði Harley Davidson-mótorhjól pabba og náði mér í mótorhjólapróf. Ég hafði verið sneyddur áhugamálum í gegnum árin vegna fyllerís, en þarna kom eitthvað sem hjálpaði mér að takast á við að vera edrú. Það er vonlaust að standa í þessu eða hafa efni á svona sporti sem fyllibytta. Þetta varð líka ákveðin tenging við pabba.“ Mótorhjólið var áhugamál, en Biggi vildi meira og gerði það að lífsstíl sínum. „Ég lifi og hrærist í þessu. Í dag á ég góða vini og nánast aukafjölskyldu sem deilir þessu áhugamáli með mér. Það hefur gefið mér nýja dýpt í lífið og tilgang. Árlega förum við saman hringveginn og hittumst oft þess á milli til að dytta að og hugsa um hjólin okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli