fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Stjarnan úr Breaking Bad skrifar bók

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 18. október 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æviminningar Bryans Cranston, stjörnunnar úr Breaking Bad, koma út í þessari viku. Titill bókarinnar er A Life in Parts. Cranston var 52 ára gamall þegar hann fékk aðalhlutverkið í Breaking Bad og hreppti fern Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á kennaranum Walter White sem byrjar að selja eiturlyf til að sjá fyrir fjölskyldu sinni en breytist smám saman í skrímsli.

Leikarinn átti að eigin sögn góða æsku fram að ellefu ára aldri en þá yfirgaf faðir hans eiginkonu sína og þrjú börn þeirra og ekkert fréttist af honum fyrr en tíu árum síðar. Móðir Cranston fór að drekka ótæpilega eftir að eiginmaðurinn yfirgaf hana og gat ekki séð fyrir börnum sínum. Cranston var sendur í fóstur til afa síns og ömmu sem bjuggu við kröpp kjör. Hann segist enn finna fyrir sársauka vegna þess hvernig fór. „Faðir minn kaus að vera ekki hjá okkur og það var val móður minnar að drekkja sorgum sínum í áfengi. Hún varð skugginn af sjálfri sér. Og enginn útskýrði nokkurn tímann af hverju hann fór.“

Cranston segist hafa fyrirgefið foreldrum sínum en bæði eru látin. Móðir hans lést háöldruð úr Alzheimer. Faðir hans kom aftur inn í líf barna sinna. Eftir lát hans fundu börn hans pappírsblað á heimili hans og á því stóð: „Besta stund lífs míns var þegar börnin mín fyrirgáfu mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“