fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Amber Heard og Gal Gadot mættar á Strandir

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. október 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tökur á stórmyndinni Justice League hófust í dag á Ströndum. Samkvæmt öruggum heimildum DV eru leikkonurnar Amber Heard og Gal Gadot mættar á svæðið. Gadgot fer með hlutverk Wonderwoman í myndinni en Heard fer með hlutverk Meru, eiginkonu Aquaman. Búið er að byggja stóran og mikinn bar fyrir starfsfólk. Þar er meðal annars að finna poolborð, píluspjald, leikjatölvur og borðtennisborð.

Bandaríski leikarinn Jason Momoa leikur eiginmanninn og hann mun einnig láta að sér kveða á ströndum. Hann birti myndir á Instagram-síðu sinni þar sem hann dásamaði fegurðina fyrir norðan. Þá mun stórleikarinn Willem Dafoe leika Nuidis Vulko, vin Aquaman í myndinni. Hann sást á dögunum í miðbæ Reykjavíkur að gera sér glaðan dag.

Þá ljóstraði stórstjarnan Ben Affleck því upp í spjallþættinum Live with Kelly á dögunum að hann þyrfti að skreppa til Íslands í tökur. Affleck á að mæta í tökur á morgun svo það styttist í að hann mæti á svæðið ef hann er nú ekki þegar kominn.

Amber Heard hefur staðið í ströngu undanfarin misseri en hún sótti um skilnað frá stórleikaranum Johnny Depp í mars á þessu ári. Þau kynntust við tökurnar á myndinni The Rum Diary árið 2011 en þau gengu hjónaband í febrúarlok árið 2015. Hjónabandið varði því í rúmt ár. Heard sakaði Depp um að hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi en mikið fjölmiðlafár hófst í kjölfarið þar sem Heard var sökuð um að kúga fé út úr Depp með ásökununum.

Depp og Heard náðu sáttum í ágústlok og hlaut leikkonan um sjö milljónir bandaríkja dala í sinn hlut. Hún ákvað að gefa upphæðina til góðgerðarmála í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræðaleg mistök Madonnu

Vandræðaleg mistök Madonnu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“