fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hrefna: „Virðing samfélagsins til kennara mun ekki batna ef kennararnir sjálfir tala starfið niður í sífellu“

„Þú ert alveg nógu klár til að gera eitthvað annað“

Auður Ösp
Mánudaginn 4. janúar 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fæ ósjálfrátt minnimáttarkennd þegar umræðan snýr að náminu þegar ég er umkringd vinum mínum því ég trúi því að þeir séu í „mikilsverðara“ námi en ég. Ég veit innst inni að það er ekki satt en ég get ekkert gert af því að trúa þessu því fólk hefur verið að vinna í því að innprenta þetta í hausinn á mér frá því að ég skráði mig fyrst í námið,“ segir Hrefna Hlín Sigurðardóttir, nemi í kennarafræði en hún segist reglulega þurfa að sitja undir athugasemdum frá fólki sökum vals síns á námi. Þessar athugasemdir einkennist oftar en ekki af ákveðnu virðingarleysi fyrir kennarastarfinu sem sé miður þar sem um sé að ræða starfstétt sem spilar stórt hlutverk í uppeldi barna og unglinga. Það sé þar af leiðandi nauðsynlegt að þar sé fagfólk innanborðs.

Hrefna stundar nám við Háskólann á Akureyri og hyggst starfa sem grunnskólakennari í framtíðinni. Í pistli sem hún birti nýlega á Fésbók tjáði hún sig um það viðhorf sem hún upplifir af hálfu fólks í garð kennarastarfsins. „Nánast um leið og ég skráði mig í námið fékk ég að heyra það frá vinum og fleirum að lítið væri varið í kennarann. Setningar á borð við „fimm ára háskólanám fyrir skítalaun“, „þú færð bara borgað fyrir smáhluta af vinnunni sem þú vinnur“ og „þú ert alveg nógu klár til að gera eitthvað annað“ hef ég heyrt í sambandi við námið mitt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég tók þessu ekki alvarlega og leiddi þetta alltaf hjá mér.“

Hún segir fólk oftast sýna því áhuga að hún sé í háskólanámi en þegar talið berst að námsvalinu þá sé annað uppi á teningnum. „Mér finnst alltaf eins og andrúmsloftið breytist og mér líður eins og ég hafi sagt eitthvað vitlaust. Enginn hefur áhuga á kennarafræði og ósköp fáir hrósa manni eða hvetja mann áfram í náminu. Ef fólki finnst ekki mikilvægt að minna mig á hversu ógáfulegt það er víst að gerast kennari þá skiptir það um umræðuefni. Verra finnst mér þó að maður heyrir þetta ekki síst frá starfandi kennurum sem bera ekki meiri virðingu fyrir starfi sínu en þetta. Virðing samfélagsins til kennara mun ekki batna ef kennararnir sjálfir tala starfið niður í sífellu.“

Hún segir að hún jafnvel sjálf smitast af þessu viðhorfi. Ég var búin að vera í vinnunni í þrjá daga þegar ég sendi samnemendum mínum og vinkonum skilaboð um að ég væri alvarlega að hugsa um að skipta um nám. Mig langar ekki að skipta um nám en mér finnst það bæði skemmtilegt og krefjandi og ég get ekki hugsað mér að vera eitthvað annað en kennari. Það er hins vegar smá hluti af mér sem langar að skipta einfaldlega vegna þess að ég vil ekki þurfa að verja námið mitt og tilvonandi starf við mann og annan. Ég vil að mamma geti sett monstatusa á Facebook og foreldrar mínir þurfi ekki að hálfskammast sín þegar þau segja hvað ég sé að læra. Spurningin er hins vegar, hvað á ég frekar að læra? Er verkfræði, lögfræði, læknisfræði o.s.frv. meira virði og mikilvægari en kennarafræði? Hvað með íslensku, sagnfræði og sálfræði?“

„Ég er sjálf orðin minn versti óvinur en ég er farin að trúa því að námið sem ég er í sé minna virði en annað og ég ætti að velja mér annan starfsvettvang. Ég fæ ósjálfrátt minnimáttarkennd þegar umræðan snýr að náminu þegar ég er umkringd vinum mínum því ég trúi því að þeir séu í „mikilsverðara“ námi en ég.“

Hún bætir við að það þurfi varla að útlista fyrir neinum mikilvægi kennara. „Án þeirra væru engir hjúkrunarfræðingar, fjölmiðlafræðingar eða stjórnmálafræðingar. Þeir spila stóru og mikilvægu hlutverki í uppeldi barna og unglinga ásamt því að kenna þeim fræðigreinar. Mikil ábyrgð er lögð á kennara og því er mikilvægt að þeir séu vel undirbúnir til að takast á við starfið og því finnst mér eðlilegt að kennaranám sé fimm ár. Margir virðast hins vegar vera þeirrar skoðunar að kennarastarfið geti ekki verið svo erfitt að það krefjist fimm ára háskólanáms. Ég viðurkenni fúslega að ég var ein af þessum mörgu áður en ég hóf námið en fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að starfið er mun snúnara en það virðist í fyrstu. Kennarastéttin þarfnast fagmanna eins og aðrar starfstéttir og kennaranám er ekki endurtekning á grunnskólanum eins og margir virðast halda.“

„Getum við ekki bara verið vinir og virt öll störf?,“ spyr Hrefna jafnframt. „Blessunarlega hafa ekki allir sama áhuga á því sama og því vill fólk starfa við ólíka hluti. Hvort sem fólk kýs að starfa sem kennarar, verkfræðingar, bifvélavirkjar eða pípulagningamenn á það skilið að fá lof fyrir góða vinnu og virðingu gagnvart starfi sínu.

„Hættum að tala niður til ákveðna stétta og fögnum frekar fjölbreytileikanum og hvetjum alla til þess að starfa við það sem þeir hafa áhuga á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta