fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Brad Pitt sagður hafa misst stjórn á sér í einkaþotu: Grátbað Jolie um annað tækifæri

Barnaverndaryfirvöld í Los Angeles eru komin í málið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Pitt er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu og hellt sér yfir börn sín í síðustu viku. Þetta varð til þess að Angelina Jolie ákvað að sækja um skilnað frá Pitt.

TMZ greinir frá þessu. Atvikið á að hafa átt sér stað í einkaþotu á miðvikudag í síðustu viku og mun Pitt hafa verið í annarlegu ástandi þegar hann missti stjórn á skapi sínu og lét fúkyrðaflaumi rigna yfir börn sín. Heimildarmaður TMZ segir að Pitt hafi einnig „látið hendur skipta“ í umrætt sinn. Þetta varð til þess að Angelina Jolie ákvað að nú væri nóg komið og sótti hún um skilnað frá honum daginn eftir.

Samkvæmt umfjöllun TMZ eru barnaverndaryfirvöld í Los Angeles komin í málið auk þess sem lögreglan í Los Angeles, LAPD, er með málið til skoðunar. Tekin hafa verið viðtöl við Pitt og Jolie vegna málsins og þá stendur til að ræða við börn þeirra hjóna.

Heimildarmaður TMZ segir að Pitt taki þessar ásakanir alvarlega en hann neiti því staðfastlega að hafa beitt börn sín illri meðferð.

Pitt er sagður hafa grátbeðið Jolie um annað tækifæri og boðist til að fara í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu sinnar. „Hann bauðst til að bæta sig og fara í meðferð. Sannleikurinn er sá að hann elskar hana og dáir. Já, hann drakk og reykti gras. Og já, það hafa komið augnablik þar sem hann hefur reiðst og hækkað róminn. Hann veit að hann þarf að bæta sig og er að reyna það fyrir börnin,“ segir heimildarmaður The Sun.

Þessi sami heimildarmaður segir að Pitt sé góður faðir sem myndi aldrei ógna börnum sínum eða fjölskyldu. Jolie hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að eyðileggja mannorð hans og fara alla leið með málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“