fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

Hafdís með túrverki á hverjum einasta degi í sex ár

Með ólæknandi sjúkdóm – Fyrstu einkennin komu fram þegar hún var 12 ára

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís Houmøller Einarsdóttur er ung stúlka úr Hafnarfirði sem glímir við sjaldgæfan og ólæknandi sjúkdóm sem lýsir sér líkt og um sífellda túrverki sé að ræða.

Í samtali við blaðamann DV segir Hafdís að sjúkdómurinn hafi byrjað að gera vart við sig þegar hún var 12 ára gömul. Í dag er hún 18 ára gömul. Aðspurð segir hún sjúkdóminn vera arfgengan, en móðir hennar og amma hafa líka greinst með hann. Einkennin segir hún aðallega vera síþreytu og sífellda túrverki, en verkina hefur hún haft á hverjum einasta degi í 6 ár. Sjúkdómurinn heitir endómetríósa, eða legslímuflakk.

Erfitt að vakna á morgnana

Hún segir legslímuflakkið hafa haft mikil áhrif á daglegar athafnir, bæði vinnu og skóla. Hún segir það vera erfitt að vakna á morgnana. „Ég fer öll kvöld að sofa klukkan tíu,“ segir hún. Hún segist ekki alltaf geta sofið alla nóttina heldur vakni hún stundum upp við mikla verki. Ástæðuna fyrir því að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum á samfélagsmiðlum sé vegna þess að hún hafi verið komin með nóg af verkjunum. „Klukkan var orðin hálf fimm þegar ég fékk nóg og ákvað að skrifa pistil á Facebook,“ segir hún.

Hélt að um magapínu væri að ræða

Í fyrsta skiptið sem verkirnir gerðu vart við sig segist hún hafa haldið að um magaverk væri að ræða. Hún var 11 að verða 12 ára og sat í tölvunni með frænda sínum að spila tölvuleik þegar hún segist hafa fengið „ógeðslega verki í kviðinn.“

Hafdís segir í samtali við blaðamann að síðasta sumar hafi verkirnir orðið virkilega slæmir, eða í þann mund sem hún fór til útlanda í frí.

„Það voru blöðrur farnar að myndast á eggjastokkunum. Þegar flugvélin fór í loftið þá hækkaði loftþrýstingurinn svo að blöðrurnar blésu út og ofan í það fékk ég túrverki,“ segir Hafdís. Hún segist hafa byrjað í kjölfarið á nýrri pillu sem kom í veg fyrir að svona blöðrur mynduðust. Aðspurð hvort hún hafi farið aftur til útlanda eftir þessa uppákomu segist hún hafa verið að koma frá Spáni í síðustu viku og að verkirnir hefðu ekki verið jafn slæmir og í ferðalaginu síðasta sumar.

Hún segist hafa fengið mestu kvalirnar í nóvember síðastliðnum, því annað eins hafi hún aldrei upplifað og í kjölfarið hafi hún lent í að tvisvar sinnum hafi sjúkrabíll þurft að koma og sækja hana.

Að lokum segist Hafdís vona að fleiri munu gera sér grein fyrir því hvað sumar konur séu að glíma við og að vitundarvakning verði í samfélaginu. Hún er þakklát sínum nánustu, kennurum og vinnuveitendum fyrir skilninginn sem henni hefur verið veittur í veikindunum.

Hér að neðan má sjá færsluna sem Hafdís skrifaði á Facebook.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Ég er uppgefin. Ég er búin að berjast við krónískan sjúkdóm síðan ég var 12 ára gömul og síðan þá hefur ekki liðið einn…

Posted by Hafdís Houmøller Einarsdóttir on Thursday, 31 March 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Í gær

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín