fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Dagur í lífi Evu Daggar Sigurgeirs

– styrkleikaspjöld, töfrastundir og Bifreiðastöð Evu

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1970. Hún ólst upp hjá móður sinni, Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og stjúpföður, Gísla Rúnari Jónssyni, í gamla miðbænum en á sumrin dvaldi hún hjá föður sínum, Sigurgeiri Guðmundssyni, skólastjóra á Hellu. Árið 1999 opnaði Eva fyrstu íslensku vefverslunina tiska.is og árið 2011 lauk hún MBA-námi frá HR. Hún starfaði sem markaðsstjóri Smáralindar til ársins 2010 en síðustu árin hefur hún starfað sjálfstætt við ritstörf og sem markaðsráðgjafi. Eva býr í Árbæjarhverfinu ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Ákasyni, og þremur börnum.

07.05

„Ég á það til að snúsa en þar sem ég á tvo litla skólastráka verð ég nú oftast að rífa mig á lappir. Synirnir fá sér oftast jógúrt í morgunmat en sjálf kýs ég heitt sítrónuvatn og svo svakalegan grænmetisheilsugraut sirka tveimur tímum síðar. Þegar strákarnir eru komnir í skólann viðra ég hundinn og dembi mér svo í vinnu. Nú fókusera ég á styrkleikaspjöld sem ég er að gera með henni mömmu en hún er með gráðu í jákvæðri sálfræði og hefur unnið með fjölda fyrirtækja. Styrkleikaspjöldin ganga út á að fólk, hvort sem er fjölskyldur, vinnufélagar eða aðrir hópar, noti þau til að telja fram og undirstrika kosti annarra. Við það myndast gjarna mjög góð orka sem er öllum til góðs. Ef ég væri mannauðsstjóri þá myndi ég ekki hika við að nota þessi kort við hópefli.

12.00

Eftir vinnutörnina fyrir hádegi fer ég vanalega í ræktina á Hótel Nordica. Fyrir mér er þetta ekki bara líkamsrækt heldur einnig hugleiðsla, slökun og dekur, alveg á við fimm sálfræðitíma. Dásamlegt. Að þessu loknu sný ég mér svo aftur að tölvunni. Sem stendur er ég með skrifstofuna heima hjá mér, sem er bæði kostur og galli. Kostur af því það eru forréttindi að fá meiri tíma með börnunum, en galli af því að ég er einmitt heima hjá mér og á því miður til að grípa í ryksuguna þegar ég ætti að vera að senda tölvupóst.

16.00

Um kaffileytið byrja tómstundirnar hjá strákunum. Þá opnar BSE, eða Bifreiðastöð Evu í klukkutíma eða tvo og ég fer í það að skutla afkvæmunum í tómstundir. Sá eldri er í ballett, fótbolta og fimleikum og sá yngri er í fótbolta.

18.00

Þar sem Sara mín, átján ára, er komin með bílpróf lokar BSE ekki um miðnætti eins og áður heldur upp úr sex og þá fer ég að elda. Fyrir mér er kvöldmaturinn heilög fjölskyldusamvera sem ég legg mikið upp úr að allir taki þátt í. Að loknum kvöldmat, heimanámi og frágangi tökum við stundum töfrastund í heita pottinum. Töfrastund virkar þannig að þá mega allir segja hug sinn, tala um áhyggjuefni eða gleði og væntingar. Strákunum finnst þetta algjört dekur og sjálfri finnst mér virkilega dýrmætt að ná sannleikanum upp úr þessum yndislegu gæjum.

23.00

Einu sinni gat ég vakað og unnið fram á nætur en með aldrinum hef ég orðið heimakærari og elska að fara snemma í háttinn, þótt ég sofni kannski ekki strax. Stöku sinnum horfi ég á einhvern sjónvarpsþátt en oftast er maður sofnaður um miðnætti.

Smellið hér til að styðja við útgáfu styrkleikaspjaldanna á Karolina Fund.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=YBwlv9PROBk&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“