

Gleðigjafinn Eva Ruza Miljevic plataði eiginmann sinn, Sigurð Þór Þórsson, svo sannarlega á jólunum. Börn þeirra Marina Mist og Stanko Blær tóku þátt í gríninu.
Steinagjöf Heru Gísladóttur vakti athygli á samfélagsmiðlum eftir jól, en þar gaf mágkona hennar henni stein í jólagjöf, sem átti að fást í Epal fyrir heilar 30 þúsund krónur.
Sjá einnig: Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar
Eva tók grínið lengra ásamt börnum sínum og setti stein í pakkann til sín frá eiginmanninum og börnunum. Að þessu sinni var um að ræða hönnunarstein frá sjálfri Kim Kardashian að verðmæti 50 þúsund krónur.
„Ef að þið hélduð að ég og börnin myndum EKKI plata Sigga með steininn fræga, U were wrong. Þetta atriði var tekið um jólin og frumsýnt í áramótaskaupi fjölskyldunnar í gær, og því get ég loksins spilað það fyrir ykkur.
Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir og kann ekki a samfélagsmiðla, þannig að þetta var easy dæmi fyrir okkur. Reyndar veit Siggi að ég myndi ekki kaupa stein í Epal, en ef Kim vinkona mín gerir eitthvað þá veit hann að ég er til alls líkleg. Það var mikill léttir hjá okkar manni þegar kom í ljós að ég er ekki að fara að skreyta heimilið með grjóti… frá Kim.“
View this post on Instagram