Sveitin greindi frá þessu í yfirlýsingu.
Rick var söngvari, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar en hann stofnaði hana með kollega sínum Roger Hodgson árið 1970.
Rick greindist með mergæxli árið 2015.
Sveitin gaf út marga slagara sem margir ættu að kannast við og má í því samhengi nefna lög eins og The Logical Song, Give A Little Bit og Breakfast in America. Sveitin gaf út sína síðustu plötu árið 2002 en kom reglulega fram á tónleikum eftir það.