Beggi er búsettur í Kaliforníu en heimsótti nýlega New York og varði smá tíma ber að ofan í almenningsgarðinum Central Park þar sem hann lenti á spjalli við ókunnuga konu.
Áhrifavaldurinn segir að um sé að ræða alvöru samtal við ókunnugan einstakling en hann segir að „eitt af því vanmetnasta sem þú getur gert fyrir andlega heilsu þína er að tala við ókunnuga.“
Beggi heilsaði konu með barn. Hann spurði hvað stúlkan er gömul, en það kom í ljós að hún átti einmitt afmæli umræddan dag.
„Hvað er eitthvað eitt sem hún hefur gert fyrir líf þitt?“ spurði Beggi konuna.
„Þú getur ekki ímyndað þér. Hún færði okkur fjölskyldunni ótrúlega hamingju. Eiginmaður minn dó, það eru níu ár síðan og hún, börnin og ég vorum miður okkar, en hún kom í líf okkar,“ sagði konan.
„Vá, takk fyrir að deila þessu,“ sagði Beggi.
Horfðu á myndbandið hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Myndbandið hefur vakið mikla athygli. „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn,“ sagði einn netverji.
„Þetta er dásamlegt,“ sagði annar.
Beggi er duglegur að birta myndbönd af sér á Instagram tala við ókunnugt fólk og útskýra af hverju það sé svona gott. Hann er líka iðulega ber að ofan.
Hér tekur hann 20 dæmi um hvernig skal hefja samtal við ókunnuga.
View this post on Instagram