fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fókus

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Fókus
Mánudaginn 8. september 2025 12:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann hefur samskipti við annað fólk.

Beggi er búsettur í Kaliforníu en heimsótti nýlega New York og varði smá tíma ber að ofan í almenningsgarðinum Central Park þar sem hann lenti á spjalli við ókunnuga konu.

Áhrifavaldurinn segir að um sé að ræða alvöru samtal við ókunnugan einstakling en hann segir að „eitt af því vanmetnasta sem þú getur gert fyrir andlega heilsu þína er að tala við ókunnuga.“

Óvænta en fallega samtalið

Beggi heilsaði konu með barn. Hann spurði hvað stúlkan er gömul, en það kom í ljós að hún átti einmitt afmæli umræddan dag.

„Hvað er eitthvað eitt sem hún hefur gert fyrir líf þitt?“ spurði Beggi konuna.

„Þú getur ekki ímyndað þér. Hún færði okkur fjölskyldunni ótrúlega hamingju. Eiginmaður minn dó, það eru níu ár síðan og hún, börnin og ég vorum miður okkar, en hún kom í líf okkar,“ sagði konan.

„Vá, takk fyrir að deila þessu,“ sagði Beggi.

Horfðu á myndbandið hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli. „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn,“ sagði einn netverji.

„Þetta er dásamlegt,“ sagði annar.

Beggi er duglegur að birta myndbönd af sér á Instagram tala við ókunnugt fólk og útskýra af hverju það sé svona gott. Hann er líka iðulega ber að ofan.

Hér tekur hann 20 dæmi um hvernig skal hefja samtal við ókunnuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn