fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fókus

Eiginmaðurinn var að lifa tvöföldu lífi – „Hvernig gat hann gert mér þetta?“

Fókus
Sunnudaginn 7. september 2025 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér hefði aldrei dottið í hug að maðurinn sem ég giftist myndi svíkja mig, en hann hefur verið að lifa tvöföldu lífi.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Konan er 41 árs og eiginmaður hennar 43 ára. Þau hafa verið gift í fimmtán ár og eiga tvö börn, tíu og sjör ára.

„Undanfarin ár hefur hann þurft að ferðast mikið erlendis vegna vinnunnar, stundum í nokkra mánuði í senn,“ segir konan.

„Ég taldi mér trú að þetta væri þess virði því hann fær vel borgað, en mér var farið að líða eins og einstæðu foreldri á meðan hann lifði allt öðru lífi annars staðar.

Þegar hann kom heim var hann fjarlægur og svaraði mér stuttlega. Hann virtist alltaf hafa meiri áhuga á símanum en mér og börnunum.

Ég vissi að það væri eitthvað í gangi en ég reyndi að hugsa ekki um það, þar til ég sá nafn annarrar konu koma upp á símanum hans. Ég fékk í magann og ákvað að fara í gegnum símann hans án þess að hann vissi og sá að hann hafði stofnað fullt af prófílum á stefnumótasíðum. Hann notaði mismunandi nafn í hvert skipti.

Hann hefur verið að halda framhjá mér í… Guð veit hversu langan tíma, og ég er bara í áfalli yfir hvað hann lagði mikið á sig að svíkja mig á þennan hátt.

Þegar ég spurði hann út í þetta sagði hann ekkert, hann baðst ekki einu sinni afsökunar. Hann einfaldlega pakkaði niður í tösku og fór.

Síðan þá hefur hann látið eins og hann beri enga ábyrgð á neinu. Ég er búin að vera ein að sjá um börnin, húsið og ég er líka í vinnu.

Hvernig gat hann gert mér þetta?“

Ráðgjafinn svarar og hvetur konuna til að leita sér aðstoðar hjá fagaðila.

„Þetta er erfiður tími. Settu andlega heilsu í forgang og barnanna þinna einnig,“ segir hún og hvetur hana einnig til að leita sér aðstoðar lögfræðings fyrir næstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera