Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.
Konan er 41 árs og eiginmaður hennar 43 ára. Þau hafa verið gift í fimmtán ár og eiga tvö börn, tíu og sjör ára.
„Undanfarin ár hefur hann þurft að ferðast mikið erlendis vegna vinnunnar, stundum í nokkra mánuði í senn,“ segir konan.
„Ég taldi mér trú að þetta væri þess virði því hann fær vel borgað, en mér var farið að líða eins og einstæðu foreldri á meðan hann lifði allt öðru lífi annars staðar.
Þegar hann kom heim var hann fjarlægur og svaraði mér stuttlega. Hann virtist alltaf hafa meiri áhuga á símanum en mér og börnunum.
Ég vissi að það væri eitthvað í gangi en ég reyndi að hugsa ekki um það, þar til ég sá nafn annarrar konu koma upp á símanum hans. Ég fékk í magann og ákvað að fara í gegnum símann hans án þess að hann vissi og sá að hann hafði stofnað fullt af prófílum á stefnumótasíðum. Hann notaði mismunandi nafn í hvert skipti.
Hann hefur verið að halda framhjá mér í… Guð veit hversu langan tíma, og ég er bara í áfalli yfir hvað hann lagði mikið á sig að svíkja mig á þennan hátt.
Þegar ég spurði hann út í þetta sagði hann ekkert, hann baðst ekki einu sinni afsökunar. Hann einfaldlega pakkaði niður í tösku og fór.
Síðan þá hefur hann látið eins og hann beri enga ábyrgð á neinu. Ég er búin að vera ein að sjá um börnin, húsið og ég er líka í vinnu.
Hvernig gat hann gert mér þetta?“
Ráðgjafinn svarar og hvetur konuna til að leita sér aðstoðar hjá fagaðila.
„Þetta er erfiður tími. Settu andlega heilsu í forgang og barnanna þinna einnig,“ segir hún og hvetur hana einnig til að leita sér aðstoðar lögfræðings fyrir næstu skref.