fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fókus

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins

Fókus
Laugardaginn 6. september 2025 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kynntist glæsilegum karlmanni frá Kenýa á netinu eftir að ég greip eiginmann minn glóðvolgan við að senda öðrum konum kynferðisleg skilaboð. Ætti ég að fljúga til Kenía og giftast manninum?“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Konan er 54 ára og eiginmaður hennar er 59 ára, þau hafa verið gift í 28 ár.

„Í fyrra byrjaði hann að sofa í gestaherberginu því ég hélt að svitaköstin mín á næturnar væri að trufla hann, en ég er á breytingarskeiðinu. En síðan kíkti ég í símann hans og fann fullt af dónalegum skilaboðum á milli hans og fullt af konum, þar sem hann útskýrði í smáatriðum hvernig hann vildi sofa hjá þeim.

Eftir þetta stofnaði ég prófíl á stefnumótasíðu til að hefna mín. Ég bjóst við því að hitta einhverja karlmenn úr hverfinu í drykk kannski, og endurbyggja sjálfstraust mitt. En í staðinn kynntist ég glæsilegum karlmanni frá Kenía.“

Maðurinn er 37 ára. „Og miðað við myndirnar af honum þá hugsar hann vel um sig. Hann er frá Bandaríkjunum en flutti til Kenía fyrir þremur árum. Við eigum frábær samtöl og tölum saman dag og nótt.“

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hefur enginn áður látið mér líða eins vel með mig sjálfa. Hann er fyndinn, umhyggjusamur og kynþokkafullur. Hann elskar allt við mig og segir að ég sé kynþokkafyllsta kona sem hann hefur kynnst.

Við höfum stundað netkynlíf nokkrum sinnum, ég stunda sjálfsfróun nakin og sendi honum myndbönd, og hann vill giftast mér.

Flest kvöld tölum við saman símleiðis þar til við sofnum.“

Konan er enn gift og segir að eiginmaður hennar hafi ekki hugmynd um það sem er í gangi.

„Elskhuginn frá Kenía vill að ég fljúgi þangað og giftist honum. Hann vinnur ekki og vegna útistandandi skulda getur hann ekki komið til mín,“ segir konan.

„Ég hef ekkert á móti því að senda honum pening, ég er að hjálpa honum að borga símareikninga, húsaleigu og matvörur, en ég er ekki alveg tilbúin að flytja erlendis án þess að fara fyrst í heimsókn. Ég var að hugsa… ég get skilið við eiginmann minn, selt húsið og flogið til hans í smá frí.“

Ráðgjafinn svarar:

„Ég er hrædd um að þetta hljómar mjög grunsamlega, eins og ástarsvindl.

Það hlýtur að hafa verið mjög erfitt fyrir þig að uppgötva svik eiginmanns þíns, og því miður er varasamt að vera á svona síðum þegar þú ert á svona viðkvæmum stað. Ástarsvindl er risastór markaður og herja þessir einstaklingar á viðkvæmt fólk og svíkja tugi milljóna út úr því.

Hættu að senda honum peninga og hafðu samband við lögregluna strax. Þú þarft líka að hafa samband við bankann þinn.

Talaðu við eiginmann þinn um hjónaband ykkar. Ef hann hefur bara verið að senda skilaboð þá getið þið kannski unnið úr þessu, en ég mæli með ráðgjöf fyrir ykkur bæði.“

Sjá einnig: Ástarsvindlarar hafa svikið tugi milljóna út úr hrekklausum Íslendingum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nanna hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir sína fyrstu barnabók

Nanna hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir sína fyrstu barnabók
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur