Fyrir rúmlega viku síðan varð allt vitlaust þegar North var mynduð með móður sinni, klædd í korsilett og stutt pils.
Sjá einnig: Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Nú er allt aftur brjálað eftir að North sást með skartgripagat hjá löngutöng og hafa margir áhyggjur að Kim sé ekki að „passa upp á sakleysi dóttur sinnar.“
Málið hefur vakið mikla athygli og hefur Kim fengið að heyra það á samfélagsmiðlum.
„Hún er tólf ára, hvað í fjandanum er Kim að gera?“ sagði einn netverji.
„Hver leyfir eiginlega tólf ára barni að gata sig svona? Og hver gatar tólf ára barn?“ sagði annar.