fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Fókus
Fimmtudaginn 4. september 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Michael Caine er einn ástsælasti kvikmyndaleikari Breta enda hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna, þar á meðal tveggja Óskarsverðlauna, fyrir leik sinn. Caine varð 92 ára í mars síðastliðnum og hefur hann nú sest í helgan stein eftir rúmlega 60 ára feril.

En líf þessa magnaða leikara var ekki alltaf dans á rósum og var hann til dæmis kominn vel yfir miðjan aldur þegar hann komst að leyndarmáli sem móðir hans átti. Var það ekki fyrr en eftir dauða hennar að Caine, sem er fæddur árið 1933, fékk veður af málinu.

Ólst upp í fátækrahverfi

„Ég heiti í rauninni Maurice Micklewhite og ólst upp í fátækrahverfi. Pabbi var vaktmaður á fiskmarkaðnum og mamma sá um ræstingar. Ég, bróðir minn og foreldrar sváfum öll í sama herberginu. Það var ekkert lúxusheimili,“ sagði leikarinn í æviminningum sínum sem komu út fyrir um 30 árum.

Hann ólst upp í suðausturhluta Lundúna ásamt yngri bróður sínum, Stanley.

„Æskuheimilið varð fyrir sprengju í stríðinu. Við bræðurnir vorum sendir á fósturheimili og fósturmóðir mín lokaði mig inni í skáp þegar hún þurfti að fara út. Ég var alltaf svangur, enda var aðeins ein máltíð á dag, fiskur úr dós. Þessi tími var sá versti í lífi mínu,“ sagði leikarinn í ævisögu sinni.

Hann var aðeins sjö ára þegar hann fór fyrst í kvikmyndahús og ákvað að verða leikari.

„Ég fór í bíó sex daga í viku til að komast frá veruleikanum. Ég hataði skólann og hætti í honum fimmtán ára,“ sagði hann. Hann var orðinn 31 árs þegar hann vakti fyrst almennilega athygli en það var í kvikmyndinni Zulu. Fyrir hlutverkið í næstu mynd hans, Alfie, var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru.

Sögusagnir fara á kreik

Það var ekki fyrr en móðir Caine, Ellen, lést árið 1989 að sögusagnir tóku að berast um mann sem kynni að vera skyldur þeim bræðrum. Caine tók því fyrst ekki alvarlega, en ekki löngu síðar komst hann að því að sagan var sönn.

„Mamma átti son áður en hún gifti sig. Á þeim tíma þótt mikið hneyksli að eignast barn utan hjónabands. í meira en sextíu ár heimsótti hún soninn einu sinni í viku án þess að við bræðurnir vissum um það,“ sagði leikarinn í ævisögu sinni.

Á hverjum einasta sunnudegi fór mamma hans „í kirkju“ eða í heimsókn til „frænda síns“ og lagði hún alltaf áherslu á að sinna þessum erindum ein. Hálfbróðir hans, David Burchell, var sex árum eldri en Caine og lenti í alvarlegu slysi þegar hann var ungbarn. Hann þjáðist af flogaveiki sem olli frekari skaða og var hann vistaður á stofnum fyrir geðsjúka.

Reynsla sem kenndi honum auðmýkt

Í upprifjun Morbid Knowledge af málinu kemur fram að eftir dauða móður hans hafi Michael sjálfur tekið við hlutverki móður sinnar og heimsótt hálfbróður sinn reglulega.

Honum til undrunar sá hann að bróðir hans átti myndir af honum sem leikara sem móðir hans hafði gefið honum. Bróðirinn, sem Caine vissi aldrei af, vissi af honum og var dyggur aðdáandi hans. Caine gerði það sem hann gat fyrir til að bæta lífskjör bróður síns en þeir áttu ekki langan tíma saman. David lést árið 1991, 18 mánuðum eftir að Michael komst að leyndarmálinu, og lét leikarinn koma ösku hans fyrir á hvíldarstað móður þeirra bræðra.

Caine hefur oft rætt opinberlega um þessa reynslu og sagt að hún hafi kennt honum auðmýkt og þakklæti. Hann taldi að móðir hans hefði verið föst í þeim félagslegu aðstæðum sem ríktu á Bretlandi á fyrri hluta 20. aldar, þegar sjúkdómar á borð við flogaveiki og geðræn veikindi voru feimnismál og jafnvel fordæmd.

„Það var ekkert sem móðir mín hefði ekki gert fyrir syni sína,“ sagði hann síðar. „En það var einn sonur sem hún gat lítið gert fyrir – og því var málinu haldið leyndu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar

Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar
Fókus
Í gær

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiríkur rifjar upp eigin fordóma – „Það urðu hvörf í viðhorfum mínum“

Eiríkur rifjar upp eigin fordóma – „Það urðu hvörf í viðhorfum mínum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Lít betur út en fólkið sem þolir mig ekki“

Vikan á Instagram – „Lít betur út en fólkið sem þolir mig ekki“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“