fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi YouTube-stjarnan Ned Fulmer opnar sig um framhjáhaldsskandalinn sem vakti heimsathygli fyrir þremur árum.

Ned Fulmer var hluti af vinsælu YouTube-rásinni Try Guys, ásamt Eugene Lee Yang, Zach Kornfeld og Keith Habersberger. Þeir voru á þeim tíma með tæplega átta milljón áskrifendur og fyrirtæki í kringum rásina.

Þeir hófu feril sinn saman á BuzzFeed en sögðu skilið við miðillinn árið 2018 og einbeittu sér alfarið að YouTube. Myndbönd þeirra voru að fá allt að 20 til 30 milljónir áhorfa og er óhætt að segja að vinahópurinn hafi verið vinsæll.

Makar þeirra og samstarfsfélagar komu reglulega fram í þáttunum og á yfirborðinu virtist þetta verið heilsteyptur og heilbrigður vinnustaður.

Ned Fulmer var þekktur sem „wife guy“, þar sem hann var sífellt að tala um eiginkonu sína, Ariel, og hvað hann elskaði hana mikið. Það var því mikið áfall fyrir aðdáendur þegar framhjáhald hans og starfsmanns Try Guys kom upp á yfirborðið.

Var rekinn úr Try Guys

Myndband af honum og Alexandriu, undirmanns hans í fyrirtækinu, kyssast fór eins og eldur í sinu um netheima og fór af stað atburðarrás sem endaði á því að Ned Fulmer var rekinn úr Try Guys.

Eins og fyrr segir vakti málið gríðarlega athygli á sínum tíma og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar vestanhafs um skandalinn. Þrjú ár eru liðin, Try Guys hafa haldið áfram sínu striki og ekkert heyrst í Ned Fulmer. Þar til nú.

Tók viðtal við eiginkonuna

Ned var að byrja með nýja hlaðvarpsþætti, Rock Bottom, en nafnið vísar til þess að framhjáhaldsskandallinn hafi verið hans lægsti punktur. Hann ætlar að taka viðtöl við fólk sem hefur „lent á botninum“ og hvernig það kom sér í gegnum það.

„Mér finnst ég tilbúinn til að deila sögu minni og hefja nýjan kafla,“ sagði Ned við People.

Ekki nóg með það þá var Ariel, eiginkona hans, gestur í fyrsta þættinum. Það helsta sem við vitum eftir þáttinn er að Ned og Ariel eru nýlega skilin að borði og sæng, þau eiga saman tvö börn og einbeita sér nú að foreldrahlutverkinu.

Í þættinum segir Ariel að framhjáhaldið hafi komið flatt upp á hana, hana hafi ekki grunað neitt og að þetta hafi verið mjög erfitt. Hún segir einnig að hún hefur ekki fyrirgefið Ned og ætli ekki að gera það.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts