fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Bella Hadid deildi viðkvæmum myndum úr sjúkrahúsherbergi í baráttu sinni við Lyme-sjúkdóminn.

Á nokkrum myndum sem hún deildi á Instagram á miðvikudag mátti sjá Hadid tengda við næringarslöngu æð í sjúkrahúsrúmi.

Hadid, sem er 28 ára, deildi einnig myndum af sér í loðnum Pikachu-samfestingi, mynd af spilum og mynd af pizzukvöldverði í sjúkrahúsrúminu sínu. Síðasta myndin sýndi hana krjúpa í horni lyftu á meðan hún var að drekka kaffi. „Fyrirgefið að ég hverf alltaf, ég elska ykkur krakkar,“ skrifaði hún við myndaröðina.

Systirin Gigi, 30 ára, var meðal þeirra fyrstu sem tjáðu sig. „Ég elska þig! Ég vona að þú verðir eins sterk og góð og þú átt skilið, fljótlega!!!!!!,“ skrifaði hún. „Lyme-stríðsmaður,“ sagði mamma þeirra, Yolanda Hadid.

Fjölmargir aðdáendur skrifuðu hvatningarorð.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

Hadid gaf ekki skýringu á því hvers vegna hún var lögð inn á sjúkrahús, en í sams konar færslu árið 2023 gaf hún ítarlega uppfærslu á meðferð sinni við Lyme-sjúkdómnum.

„Sú litla ég sem þjáðist hefði verið svo stolt af að hafa alist upp og ekki gefist upp á sjálfri mér,“ skrifaði hún í myndatexta á Instagram-færslu frá ágúst 2023 þar sem myndir af henni voru í meðferð.

„Að lifa í þessu ástandi, versna með tímanum og reyna að vinna með þessu, og ger fjölskyldu mína og fólkið sem styður mig stolt, hafði tekið sinn toll af mér á þann hátt sem ég get ekki almennilega útskýrt,“ hélt hún áfram. „Að vera svona döpur og veik með mestu blessun/forréttindi/tækifæri/ást í kringum mig var mögulega það ruglingslegasta sem ég hef upplifað.“

Hadid lýsti „næstum 15 ára ósýnilegri þjáningu“ en sagði að það væri „þess virði“ að geta dreift ást „úr fullum bolla“ og verið hún sjálf „í fyrsta skipti í lífinu“.

Móðir hennar sem er 61 árs og einnig með sjúkdóminn afhjúpaði árið 2015 að Bella og bróðir hennar, Anwar, 26 ára, hefðu fengið greininguna árið 2012.

Tónlistarmennirnir Justin Timberlake og Shania Twain hafa einnig opinberað sig um sjúkdóminn.

Lyme-sjúkdómur er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi. Bakterían berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist því auðveldara er að meðhöndla hann og veldur hann sjaldan dauða. Samkvæmt rannsókn BMJ Global Health frá árinu 2022 hafa yfir 14% mannkyns fengið sjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019