fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Fókus
Miðvikudaginn 17. september 2025 07:00

Starbucks Laugavegi 66. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fór á Starbucks kaffihús í miðbæ Reykjavíkur og borgaði 5610 krónur fyrir kaffi og mat fyrir tvo.

Hún deildi mynd af kvittuninni í Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi og hefur fjörug umræða skapast við færsluna.

Konan keypti tvo kaffidrykki, annar var á 1245 krónur og hinn á 875 krónur, samloku og sneið af ostaköku. Samtals kostaði þetta 5610 krónur.

Mynd af umræddri kvittun.

Henni fannst þetta heldur dýrt og mælir frekar með Kastalakaffi, sem er kaffihús í húsi Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut.

Fleiri taka undir með henni, segja verðlag á kaffihúsum orðið of dýrt og að sanngjarnara verð megi finna á Kastalakaffi.

„Tek undir þetta, ég fór þarna og svitnaði yfir verðinu. Fer ekki þarna aftur,“ segir einn netverji.

„Kastalakaffi er falin perla með góðum veitingum á sanngjörnu verði. Líka hlý og góð þjónusta. Mæli sko sannarlega með,“ segir annar.

„Ég skoða alltaf verð áður en ég panta veitingar og yfirleitt finnst mér allt dýrt á Íslandi. Kastalakaffi er samt held ég ódýrasti staðurinn og ég var mjög sátt þegar að ég fór þangað,“ segir einn meðlimur hópsins.

Ein segir þetta ekkert nýtt. „Ef þú hefur einhvern tíma farið á Starbucks erlendis þá veistu að þetta er sú allra dýrasta búllan þegar kemur að kaffi og með’í, svo þetta kemur mér núll á óvart í fáránlega verðlaginu sem viðgengst á þessum klaka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“