Þetta byrjaði með að einstaklingur sagðist hafa verið vitni að stúlkum henda rusli út um gluggann á hvítri Teslu.
„Hvít Tesla og fjórar stelpur keyra um götuna og grýta fullt af rusli út um gluggann! Fokk hvað ég er brjálaður að sjá svona vanvirðingu. Skammist ykkar!“ sagði netverjinn.
Það spratt upp umræða um sóðaskap og sögðust fleiri hafa orðið vitni að slíku.
„Kynslóðin í kringum menntaskólaaldurinn virðist ekkert skammast sín fyrir sóðaskap. Ég á leið framhjá Flensborg flesta daga og það er alltaf fullt af drasli, mestmegnis matarumbúðum, úti um allt bílastæðið,“ segir einn.
„Fyrr í sumar var ég við KFC í Kópavogi, sá einhverja 2 unga ræfla vera að borða matinn sinn í bílnum, svo bara hentu þeir ruslinu og afgöngunum út um gluggann á götuna og keyrðu í burtu. Fyrsta flokks lúserar og aumingjar.
Svo hefur maður oft séð svipað gerast við Vífilsstaðavatn, krakkar að koma þarna á kvöldin, eru með læti og henda ruslinu sínu frá sér á götuna, eða skilja bara eftir við göngustíginn, á setubekkjunum.. Algjör vanvirðing og leti og aumingjaskapur,“ sagði annar.
Einn segir að það ungmenni séu ekki eins umhverfisvæn og margir halda.
„Samt er endalaust verið að hamra á okkur að unga fólkinu sé svo annt um umhverfið og sjálfbærni og við sem erum eldri sökkum!“ segir hann og svarar annar:
„Mér finnst eins og það sé gríðarleg gjá innan þessa aldurshóps. Annars vegar ertu með fólk sem er upp til hópa samviskusamara, víðsýnara, og bara betra en aðrar kynslóðir hafa verið, og hins vegar ertu með verstu skíthæla sem hafa dregið andann í sögu landsins.“