fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Fókus
Sunnudaginn 14. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir vinsælu Big Little Lies munu snúa aftur fljótlega en vefmiðlarnir Variety og Deadline staðfestu í vikunni að þriðja þáttaröðin sé í undirbúningi.

Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd árið 2017 og naut mikilla vinsælda. Hún hlaut átta Emmy-verðlaun þar sem Nicole Kidman var verðlaunuð sem besta leikkonan. Önnur þáttaröðin var svo frumsýnd árið 2019 og fékk hún einnig mjög góðar viðtökur.

Þættirnir gerast í auðugu strandbæjarsamfélagi í Monterey í Kaliforníu þar sem fylgst er með lífi nokkurra mæðra sem eiga börn í sama skólanum. Á yfirborðinu virðist lífið fullkomið þar sem falleg heimili og vel stæðar fjölskyldur eru í forgrunni en smám saman kemur í ljós að undir yfirborðinu krauma leyndarmál, átök og blekkingar.

Auk Nicole Kidman fóru þær Reese Witherspoon, Shailene Woodley, Laura Dern og Zoë Kravitz með helstu hlutverk.

Francesca Sloane er sögð hafa verið ráðin til að skrifa handritið að fyrsta þætti þriðju seríu og munu þær Kidman og Witherspoon vera í aðalhlutverkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar