fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Fókus
Sunnudaginn 14. september 2025 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fimmtugsaldri veit ekki hvort hún ætti að skilja við eiginmann sinn eða gefa honum annað tækifæri eftir að hún komst að framhjáhaldi hans með dóttur nágrannahjóna þeirra.

Konan, sem er 46 ára, leitar ráða til Dear Deidre, sambandsráðgjafa The Sun. Eiginmaður hennar er 48 ára, þau hafa verið gift í 22 ár og eiga tvö börn á unglingsaldri.

„Mig grunaði að það væri ekki allt með felldu í nokkra mánuði. Hann var mjög laumulegur með símann sinn, kom seint heim úr vinnu og var mjög fjarlægur þegar hann var heima.

Ég var smeyk um að hann væri að halda framhjá, en mér hefði aldrei dottið í hug að það væri með einhverjum nokkrum húsum neðar í götunni.

Konan er aðeins 23 ára og ég hef þekkt hana síðan hún var barn. Foreldrar hennar eru nánir vinir okkar og ég get ekki útskýrt hversu niðurlægjandi þetta er.“

„Ég komst að þessu þegar mamma hennar bankaði hjá mér, hágrátandi, en þá var hún nýbúin að uppgötva samband þeirra.

Ég vildi fyrst ekki trúa þessu en eiginmaður minn neitaði ekki þegar ég talaði við hann. Hann brotnaði niður og viðurkenndi framhjáhaldið, hann sagði að það hafi staðið yfir um sex mánaða skeið en væri búið núna, hann sagðist sjá eftir öllu og vilja bjarga hjónabandinu okkar. En ég get ekki hætt að hugsa um þau saman, mér líður ógeðslega.“

Konan segir að svikin séu sérstaklega sár þar sem þetta var einhver sem þau þekktu bæði. Hann hafi ekki bara eyðilagt hjónabandið heldur einnig vinskap þeirra við nágrannahjónin og gert þau að skotmarki fyrir slúðurmyllu hverfisins.

„Ég veit ekki hvað ég á að gera, ætti ég að gefa honum annað tækifæri eða fara frá honum?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er engin furða að þú sért reið og sár. Það er nógu erfitt að komast að framhjáhaldi maka, en það að hann hafi gert það með einhverri sem þú hefur þekkt frá barnsaldri gerir þetta enn verra.

Eiginmaður þinn sér kannski eftir þessu en það mun taka tíma að endurbyggja traust. Bara þú getur ákveðið hvort þú sért tilbúin að láta á það reyna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu