fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sér vinkonu gaf hún því tækifæri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. september 2025 11:30

Steffý Þórólfs og Runólfur Bjarki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Steffý Þórólfsdóttir ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum sínum á stefnumótaforritum en vinkona hennar hvatti hana til að sækja Smitten og gefa því tækifæri, bara í sólarhring. Það heldur betur borgaði sig og kynntist Steffý manni sem varð síðar sambýlismaður hennar og barnsfaðir.

Steffý var gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, í síðustu viku.

Sjá einnig: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Steffý og kærasti hennar, Runólfur Bjarki, hafa verið saman í um tvö og hálft ár. Hún lýsir því hvernig þau kynntust.

„Ég var alveg búin að vera með þessi forrit, Tinder og eitthvað svoleiðis, en ég var búin að eyða því […] Vinkona mín var að hvetja mig til að ná í forritin aftur og  ég bara: „Nei, þetta er leiðinlegt og ég vil ekki kynnast framtíðarmanninum mínum svona.“ Ég er alger vonlaus rómantíkus,“ segir hún.

Vinkona hennar hvatti hana til að sækja Smitten, bara í 24 klukkutíma, og gefa því tækifæri. Sem hún gerði.

Runólfur var eini maðurinn sem hún „svæpaði“ til hægri á, þó hún hafi næstum því svæpað til vinstri. „Því hann var ekki týpan sem ég hefði vanalega farið í, en ég veit ekki, hann var svo sætur.“

Tveimur dögum seinna fóru þau á fyrsta stefnumótið og hafa þau verið límd saman síðan.

Þau fluttu fljótlega inn saman og níu mánuðum eftir fyrsta stefnumótið var Steffý ólétt. Þau eignuðust son í lok ágúst 2024.

Sjá einnig: Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“

Hlustaðu á þáttinn með Steffý á Spotify .

Fylgdu Steffý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeilda samfélagsmiðlastjarnan óþekkjanleg – Búinn að missa yfir 110 kíló og lét fjarlægja aukahúðina

Umdeilda samfélagsmiðlastjarnan óþekkjanleg – Búinn að missa yfir 110 kíló og lét fjarlægja aukahúðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“