„Í stað þess að ákveða að standa með mér og halda í höndina á mér … gerði hún hið gagnstæða,“ segir Rosie O´Donnell um höfnun Ellen DeGeneres á henni í beinni útsendingu árið 2004.
Í þætti Mamamia’s No Filter hlaðvarpsins þann 7. september rifjaði O’Donnell, 63 ára, upp hvernig vináttu hennar og DeGeneres, 67 ára, lauk eftir viðtal árið 2004 í Larry King Live, þar sem fyrrverandi DeGeneres sagði að hún væri ekki vinkona O’Donnell.
Samkvæmt O´Donnell var DeGeneres „í sömu stöðu“ og O’Donnell hafði verið sjö árum fyrr, þegar DeGeneres kom út sem samkynhneigð í gamanþáttunum hennar árið 1997.
„Í stað þess að ákveða að standa við hliðina á mér og halda í höndina á mér, eins og ég gerðir fyrir hana, gerði hún hið gagnstæða,“ sagði O’Donnell og vísaði til stuðnings síns við DeGeneres eftir að hún kom út.
„Þetta var eitt það sársaukafyllsta sem hefur komið fyrir mig, í skemmtanabransanum, í lífi mínu,“ sagði O´Donnell um athugasemd DeGeneres.
„Ég trúði þessu varla. Ég á myndir af henni að halda á nýfæddum börnum mínum. Ég þekkti hana í 30 ár.“
O’Donnell sagði að hún hefði „beðið DeGeneres afsökunar“, eins og hún fullyrti, „ég held að í hennar huga haldi hún að ég haldi áfram að rifja þetta upp mér til ánægju.“
„Ég rifja þetta ekki upp mér til ánægju. Ég rifja þetta upp vegna þess að starfsferlar okkar hafa tekið samsíða farveg.“
Árið 2022 rifjaði O’Donnell upp sömu sögu í þáttaröðinni Watch What Happens Live with Andy Cohen. Ári síðar sagði O’Donnell við The Hollywood Reporter að fyrrverandi vinkona hennar hefði haft samband við hana til að biðjast afsökunar.
„Hún sendi mér sms fyrir nokkrum vikum til að athuga hvernig mér liði og ég spurði hana hvernig henni gengi að lifa af að vera ekki í sjónvarpi. Þetta eru mikil umskipti,“ sagði O’Donnell. „Ég held að hún hafi séð mig tala um þetta í þættinum hjá Andy Cohen.Hún skrifaði: ,Mér þykir þetta mjög leitt og ég man ekki eftir þessu.““
O’Donnell segist hins vegar muna atvikið vel, svo vel að hún lét útbúa boli sem á stóð: Ég þekki ekki Rosie. Við erum ekki vinir, á sínum tíma og gaf starfsfólki sínu.
„Ég þekkti hana í svo mörg ár. Þarna leið mér eins og ég treysti þessari manneskju ekki til að vera lengur í mínum heimi.“
Eftir að O’Donnell flutti til Írlands fyrr á þessu ári komu vinslitin aftur til umræðu, þar sem DeGeneres flutti til Bretlands með eiginkonu sinni, Portiu de Rossi, í fyrra.
Þegar Donald Trump forseti hótaði að afturkalla bandarískan ríkisborgararétt O’Donnell og kallaði hana „ógn við mannkynið“, hún hefur verið hávær um hvernig flutningur hennar var knúinn áfram af löngun til að komast hjá stjórn hans, tjáði DeGeneres sig:
„Gott hjá þér,“ í Instagram-færslu, þar sem hún deildi bæði færslu Trumps á samfélagsmiðlum um O’Donnell og svari O-Donnell, sem var birt á Instagram í júlí.
View this post on Instagram