fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Fókus
Mánudaginn 18. ágúst 2025 12:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið meira rætt en þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic síðustu misseri og hafa erlendir fjölmiðlar greint frá margskonar aukaverkunum, misalvarlegum þó. Þannig hefur verið rætt um „Ozempic fætur“,  „Ozempic tennur“ og „Ozempic andlit.“.

En sumir notendur hafa rætt um minna þekkta aukaverkun, að lyfið hafi áhrif á kynfæri. Fyrir karlmenn hefur þetta reynst jákvæð aukaverkun, en fyrir konur er þetta hvimleiður fylgikvilli og hafa sumar ákveðið að gangast undir fegrunarmeðferð til að laga vandann.

Sjá einnig: Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

„Það eru sífellt fleiri frásagnir að heyrast um hvernig hratt þyngdartap með Ozempic geti leitt til breytinga á kynfærasvæði kvenna, meðal annars varðandi slappleika,“ sagði Amanda Bradshaw, sérfræðingur í PRP- og stofnfrumumeðferðum, í samtali við The Sun í sumar.

„Svona dramatískt þyngdartap hefur ekki bara áhrif á andlit eða líkamann, heldur ytri kynfæri og leggöngin sjálf. Fitupúðar sem veita stuðning við leggöngin geta minnkað, sem leiðir til minni teygjanleika og hugsanlega öðruvísi tilfinningar við kynlíf.“

Verkjar þegar hún situr lengi

Eins og fyrr segir er þetta minna þekkt aukaverkun og hefur verið lítið rætt um hana opinberlega. Konur ræða hana sín á milli í Facebook-hópum og á Reddit. Ein kona lýsti upplifun sinni þar.

„Ég hef misst 20 kíló og hef verið mjög heppin, ég hef enga lausa húð á maganum né handleggjum og fótleggjum,“ skrifaði hún.

En eftir heimsókn hjá kvensjúkdómalækni komst hún af því að hún var ekki alveg laus við lausa húð. Konan sagði að hún hafi fundið fyrir „verkjum á meðan ég var að hjóla eða sat lengi.“

„Kom í ljós að ég missti alla fitu í börmunum. Kvensjúkdómalæknirinn sagði mér að ég væri með lausa húð og að mér verði áfram illt á meðan ég sit/hjóla nema ég fari í aðgerð eða fái fylliefni.“

Hún segir að læknirinn hafi einnig ráðlagt henni að þjálfa grindarbotninn ef hún vildi ekki prófa fylliefni.

Konan var hissa á ráði læknisins. „Ég myndi aldrei gangast undir aðgerð á kynfærum né sprauta fylliefnum þangað. Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður fyrir að hafa mælt með þessu,“ sagði hún og bætti við að hún ætlaði að kaupa hjólastuttbuxur með púðum í staðinn.

Kynlífið betra

Meðferðin sem um ræðir kallast „labia puffing“ sem snýst um að sprauta fylliefni í ytri barma, samkvæmt Daily Mail kostar slík meðferð um 320 til 800 þúsund krónur.

Kona að nafni Paige Osprey opnaði sig um upplifun sína af „labia puffing“ og sagði kynlífið hafa orðið mun betra í kjölfarið.

Lesa meira um það hér: Missti 19 kíló en fékk „Ozempic-píku“ – Fann lausnina og kynlífið blómstrar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 1 viku

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði