fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fókus

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Fókus
Mánudaginn 28. júlí 2025 13:30

Jessie Murph.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur bandarísku tónlistarkonunnar Jessie Murph eru í uppnámi vegna nýjasta myndbands hennar. Murph, sem er tvítug að aldri og hefur verið borin saman við Amy Winehouse, vakti mikla reiði þegar myndbandið við lagið 1965 kom út þann 18. júlí.

Myndbandið þykir upphefja klám og heimilisofbeldi, og eru aðdáendur söngkonunnar helst í uppnámi vegna kynlífssenu í miðju myndbandinu. Einnig er kona sem líkist Murph sýnd bundin með andlitið á grúfu í sófa í myndbandinu.

Myndbandið hefur fengið nærri 8 milljónir áhorfa, og eru 15500 athugasemdir skrifaðar við það á YouTube þar sem margir láta í ljós óánægju sína.

„Það er enn tími til að taka þetta úr sýningu,“ skrifaði einn aðdáandi.

„Það eru liðnir fimm dagar eða eitthvað síðan myndbandinu var hlaðið upp og YouTube hefur enn ekki blörrað það, sem er galið,“ stóð í annarri athugasemd. „Ég hélt ekki að þetta yrði svona slæmt. Ég er endalaust miður mín, þetta er djöfullegt,“ skrifaði sá þriðji. „Síðan hvenær er klám leyft á YouTube?“ spurði enn annar.

Margir gagnrýndu Murph harðlega fyrir að láta barn birtast í myndbandinu rétt áður en kynlífssenan er sýnd. „Þetta lag er ekki bara ahh, það er brjálæði að setja barn á undan svona kynferðislegri senu,“ skrifaði einn.

Flutningur Murph á laginu í sjónvarpsþættinum The Tonight Show með Jimmy Fallon var sömuleiðis gagnrýndur.

Texti lagsins, sem er af annarri plötu Murph, Sex Hysteria, sem kom út 18. júlí, er einnig fullur af fúkyrðum.

Daily Mail hefur eftir heimildarmanni að lagið og tónlistarmyndbandið hefði vakið mikla reiði í kántrítónlistarsenunni og sumir hefðu borið Murph saman við Kanye West.

„Ef hún heldur þessu áfram og fer alveg af sporinu eins og Kanye, þá ætti fólk að ræða meira um hver hún er frekar en listamanninn sem hún er,“ sagði heimildarmaðurinn við miðilinn.

Í nýlegu viðtali við Teen Vogue talaði Murph um þau sterku viðbrögð sem tónlist hennar vekur hjá aðdáendum. „Ég er glöð að ég geti fengið fólk til að bregðast við á einhvern hátt. Ég vil frekar að það segi: „Ég hata þig“ eða „Ég elska þig“ heldur en: „Ég er afskiptalaus,“ held ég,“ sagði Murph. „En samt finnst mér þetta bara helvítt skrýtið … ég ber ekkert hatur í hjarta mínu … Þetta er eitthvað sem ég hef verið að reyna að finna út hvernig ég á að koma á framfæri, án þess að bregðast við með reiði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni