fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fókus

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Fókus
Mánudaginn 28. júlí 2025 07:22

Jóhanna Guðrún og Ólafur: Mynd: Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson, viðskiptafræðingur, giftu sig í Hafnarfjarðarkirkju á laugardag. Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson gaf brúðhjónin saman. Dagur Hjartarson söng útgöngulagið, lag bresku rokksveitarinnar Led Zeppelin frá 1969, Whole Lotta Love.

Mynd: Instagram.
Mynd: Instagram.

Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman í menntaskóla og voru par í nokkur ár. Ólafur fór með Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu árið 2009 þegar hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Is It True? Parið byrjaði saman árið 2021 eftir margra ára aðskilnað.

Brúðkaupsveislan var haldin í gamla Nasa, Sjálfstæðissalnum á Iceland Parliament Hótel og sá Blómahönnum um skreytingar.

Mynd: Instagram.
Mynd: Instagram.

Eins og við er að búast var heilmikið um söng og tónlist í veislunni. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislugestir, og tóku þeir meðal annars lagið ásamt Sverri Bergmann og Jóhönnu Guðrúnu í þjóðarlaginu Komið að því. Sverrir tók svo lagið einn við undirleik Fjallabróðurins Halldórs Gunnars Pálssonar. Sverrir stýrði einnig hópsöng á Is It True? Jóhanna Guðrún tók svo lagið eins og söng meðal annars lag Einars Bárðarssonar, Ég sé þig. Elvis Presley eftirherma steig einnig á svið og kenndi hjónunum og veislugestum nokkur spor. 

Hjónin eiga saman dótturina Jóhönnu Guðrún, og Jóhanna Guðrún á son og dóttur frá fyrra sambandi.

Mynd: Instagram.
Mynd: Instagram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín