Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Tyler Perry trúir ekki á fjárhagslegan stuðning við fjölskyldu sína bara vegna þess að hann er milljarðamæringur.
Perry deildi hörðum aðferðum sínum þegar kemur að því að blanda saman fjármálum og fjölskyldu í opinskáu samtali í YouTube þáttaröðinni Den of Kings við Kirk Franklin og aðra gesti Derrick Hayes og Jay „Jeezy“ Jenkins. Perry sagði frá því að hann hefði einu sinni rekið frænku sína úr vinnunni vegna þess að hún tók vinnuna ekki alvarlega.
„Hún sagði að hún vildi vinnu. Hún hringdi alltaf og bað um peninga, ég sendi henni peningana,“ sagði Perry. „Ég sagði við hana: „Ég vil hjálpa þér. Ég vil hjálpa þér að byggja þig upp, ekki vera velferðarþjónusta fyrir þig. Svo leyfðu mér að gefa þér vinnu.“ Perry greindi síðan frá því að frænkan hefði síðan ekki mætt og væri sífellt að afboða sig.
„Jæja, þú verður að fara. Því þú vilt að ég rétti þér peningana en þú vilt ekki vinna fyrir þeim. Sjáðu til, það bara virkar ekki fyrir mig.“
Perry segist nota sömu aðferð gagnvart tíu ára syni sínum, Aman. Langi soninn í einhverja hluti þá verður hann að vinna fyrir þeim með því að sinna heimilisstörfum.
„Ég trúi ekki á að gefa okkur hluti sem munu bara hamla okkur,“ útskýrði hann. „Það er það versta sem þú getur gert.“
Perry sagði frá því að eftir að móðir hans lést árið 2009 hefði hann sent þeim fjölskyldumeðlimum, sem hún bað hann um að styðja fjárhagslega, bréf og sagt þeim að þau hefðu nú 60 daga til að fá vinnu. „Ég ætla ekki að halda áfram að styðja ykkur með þessum hætti.“ Segir Perry að þau hafi öll endað með að finna vinnu.
„Og það voru ekki einu sinni störf þar sem þau græddu mikið, heldur vinna,“ sagði hann. „Það var eitthvað annað fyrir þau að gera, vera stolt af. Það er það sama sem ég myndi vilja að einhver gerði fyrir mig.“
Eignir Perry eru metnar á 1,4 milljarðar dala, samkvæmt Forbes, aðallega vegna þess að hann á einkarétt af eigin sköpunarverki. Madea serían hans hefur halað inn yfir 660 milljónum dala.
Perry, sem 55 ára, hefur áður talað um að dekra ekki við son sinn. „Hann verður ekki einn af þessum fáránlega dekraðu ríku krökkum, ég þoli það ekki. Hann á enga peninga.“ Sagði hann að einkabarnið fengi aðeins bækur og Legókubba jólagjöf og flygi á almenningsfarrými
„Hann kvartaði einu sinni, fyrir um fimm árum, yfir því að fljúga á almenningsrými vegna þess að biðraðirnar voru svo langar,“ sagði Perry í viðtali í fyrra. Ákváðu foreldrarnir þar með að sonurinn myndi alltaf fljúga á almenningsfarrými. „Svo hann skilur, ég vinn, hann ekki,“ útskýrði hann. „Svo þegar hann vinnur getur hann lært af þeirri lexíu.“