Ástralska Hollywood-stjarnan Rebel Wilson er iðin við að koma sér í vandræði. Frægur varð stormurinn í kringum ævisögu hennar, Rebel Rising, á síðasta ári en þar sakaði hún meðal annars lbreska leikarann Sacha Baron um að hafa hegðað sér eins fífl á tökustað myndarinnar Brothers Grimsby árið 2016. Wilson hraunaði gjörsamlega yfir leikarann og að endingu þurfti hún að fjarlægja kaflann um hann í bókinni eftir kæru og átök í dómssal.
Og núna hafa fleiri kærur verið lagðar fram gegn Rebel. Í fyrra kom út ástralska myndin The Deb sem var fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar,
Rebel var meðal annars kærð seint á síðasta ári fyrir að hafa sakað framleiðendur myndarinnar, sem hún kallaði „algjöra fávita“, um að hafa dregið að sér fé í blaðaviðtali. Sú lögsókn er nú í ferli fyrir bandarískum dómstólum.
Nýja kæran gegn Rebel er einnig frá einum af framleiðindum myndarinnar, Vince Holden, og framleiðslufyrirtæki hans A.I. Film. Í kærunni er Rebel sökuð um að hafa reynt að stöðva útgáfu myndarinnar með innihaldslausum kærum og hótunum og þá á hún að hafa logið því opinberlega, í færslu á Instagram-síðu sinni, að aðalleikkona myndarinnar, Charlotte MacInnes, hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti á tökustað.
MacInnes er sögð neita því staðfastlega að hafa orðið fyrir slíku áreiti, eitthvað sem Wilson fullyrðir að hún hafi verið neydd til að gera.
Þá hefur Wilson sömuleiðis urðað yfir annan framleiðanda myndarinnar, Amanda Ghost, á og sakað hana um níðast á listafólki, sér í lagi tónlistarmönnum og leikurum. Hefur Ghost einnig kært Wilson fyrir meiðyrði.