Netflix ætlar ekki að endurnýja samning sinn við hertogahjónin Harry og Meghan. Núverandi samningur rennur út í september.
The Sun segir að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun streymisveitunnar og hjónanna, en því hefur þó verið spáð í nokkurn tíma að Netflix hafi lítinn áhuga á frekara samstarfi við hjónin enda hafi mörg verkefni þeirra ekki staðið undir væntingum.
Heimildarmaður sagði við miðilinn Elle:
„Þetta er búið: það verða ekki fleiri þættir. Netflix metur það svo að þeir hafi fengið allt sem er að fá úr hjónunum.“
Heimildarmaðurinn segir að Netflix hafi verið sniðugt því þeim tókst að gífurlega mikið áhorf á fyrstu heimildarþættina, Harry & Meghan, og hafi svo sem vitað allan tímann að ekkert annað frá hertogahjónunum myndi ná sömu hæðum. Engu að síður hafi þeir með samningnum fengið að framleiða einn umtalaðasta heimildarþátt allra tíma.
Page Six segir þó að aðrir framleiðendur hafi enn trú á hertogahjónunum og því séu líklega fleiri verkefni framundan. Hertogahjónin séu nú að svipast í kringum sig eftir nýjum samstarfsaðila og auk þess hafi Meghan í nógu að snúast með lífsstílsmerkið sitt, As Ever.