fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Fókus
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 19:34

NEW YORK, UNITED STATES - 2021/09/23: The Duke and Duchess of Sussex, Prince Harry and Meghan visit One World Observatory on 102nd floor of Freedom Tower of World Trade Center. (Photo by Lev Radin/Pacific Press/LightRocket via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix ætlar ekki að endurnýja samning sinn við hertogahjónin Harry og Meghan. Núverandi samningur rennur út í september.

The Sun segir að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun streymisveitunnar og hjónanna, en því hefur þó verið spáð í nokkurn tíma að Netflix hafi lítinn áhuga á frekara samstarfi við hjónin enda hafi mörg verkefni þeirra ekki staðið undir væntingum.

Heimildarmaður sagði við miðilinn Elle:

„Þetta er búið: það verða ekki fleiri þættir. Netflix metur það svo að þeir hafi fengið allt sem er að fá úr hjónunum.“

Heimildarmaðurinn segir að Netflix hafi verið sniðugt því þeim tókst að gífurlega mikið áhorf á fyrstu heimildarþættina, Harry & Meghan, og hafi svo sem vitað allan tímann að ekkert annað frá hertogahjónunum myndi ná sömu hæðum. Engu að síður hafi þeir með samningnum fengið að framleiða einn umtalaðasta heimildarþátt allra tíma.

Page Six segir þó að aðrir framleiðendur hafi enn trú á hertogahjónunum og því séu líklega fleiri verkefni framundan. Hertogahjónin séu nú að svipast í kringum sig eftir nýjum samstarfsaðila og auk þess hafi Meghan í nógu að snúast með lífsstílsmerkið sitt, As Ever.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lotuæfing í ABBA-takti slær í gegn

Lotuæfing í ABBA-takti slær í gegn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Syrgir móður sína

Syrgir móður sína