fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Fókus
Sunnudaginn 13. júlí 2025 16:30

Nicola Lewis, skipulagsráðgjafi og áhrifavaldur, gerði allt vitlaust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona hefur vakið mikla athygli og skipt netverjum í tvær fylkingar eftir að hún sýndi „sniðuga“ aðferð til að hafa sem mestan ávinning af morgunverðarhlaðborðum á hótelum erlendis.

Nicola Lewis, skipulagsráðgjafi og áhrifavaldur frá Essex á Englandi, deilir reglulega ferðaráðum og sparnaðarbrögðum með rúmlega 210 þúsund fylgjendum sínum á Instagram-síðunni.

Í myndbandi sem hún birti á dögunum sýndi hún hvernig ferðalangar í „all-inclusive“ eða hálfu fæði geta útbúið sér hádegisverð beint af hlaðborðinu á morgnana – án þess að borga aukalega. Nicola útskýrði hvernig hún pakkar samlokum og snarli í lítil box eða plastpoka áður en hún yfirgefur morgunverðarsalinn.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sumir fögnuðu hugmyndinni og sögðu hana skynsama og praktíska, sérstaklega fyrir fjölskyldur sem vilja spara. Aðrir kölluðu hana ósiðlega og sögðu þetta brjóta gegn reglum flestra hótela, þar sem morgunverðurinn væri aðeins ætlaður til neyslu á staðnum.

Nicola hefur svarað gagnrýninni með því að benda á að flestir hótelgestir borði hvort sem er ekki allan matinn sem boðið er upp á, og þetta sé einfaldlega leið til að draga úr matarsóun og kostnaði.

Sitt sýnist hins vegar hverjum en myndbandið hefur hlotið mikla dreifingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir leikkonuna ekki of gamla fyrir sig

Segir leikkonuna ekki of gamla fyrir sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber