Deborrah og Hugh tilkynntu fyrir tveimur árum að þau væru skilin að borði og sæng en nú hafa skilnaðarpappírarnir verið lagðir fram, samkvæmt frétt TMZ.
Í fréttinni kemur fram að flest smáatriði varðandi skilnaðinn, til dæmis skiptingu eigna, séu frágengin og herma heimildir miðilsins að Furness muni fá töluverða upphæð í framfærslu á mánuði. Ekki sé búist við því að vandamál komi upp eða leita þurfi til dómstóla.
Orðrómur hefur verið uppi um að Jackman sé komin með nýja kærustu, Broadway-stjörnuna Sutton Foster, en þau munu hafa verið að stinga saman nefjum um nokkra hríð. People segir til dæmis að Jackman og Foster hafi sést ganga saman hönd í hönd í New York fyrr í þessum mánuði.
Foster sótti um skilnað frá eiginmanni sínum í október í fyrra.
Jackman og Foster hittust þegar þau léku saman í The Music Man á Broadway en sýningin var sýnd árin 2022 og 2023. „Hann er algjör draumur, svo ljúfur og hæfileikaríkur,“ sagði hún á sínum tíma.
Jackman og Deborrah eiga saman tvö uppkomin börn.