fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

Sækir um skilnað frá eiginmanni sínum eftir 27 ára hjónaband

Fókus
Miðvikudaginn 28. maí 2025 09:15

Deborrah-Lee Furness og Hugh Jackman saman árið 2011. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deborrah-Lee Furness, eiginkona leikarans Hugh Jackman, hefur sótt formlega um skilnað eftir 27 ára hjónaband.

Deborrah og Hugh tilkynntu fyrir tveimur árum að þau væru skilin að borði og sæng en nú hafa skilnaðarpappírarnir verið lagðir fram, samkvæmt frétt TMZ.

Í fréttinni kemur fram að flest smáatriði varðandi skilnaðinn, til dæmis skiptingu eigna, séu frágengin og herma heimildir miðilsins að Furness muni fá töluverða upphæð í framfærslu á mánuði. Ekki sé búist við því að vandamál komi upp eða leita þurfi til dómstóla.

Orðrómur hefur verið uppi um að Jackman sé komin með nýja kærustu, Broadway-stjörnuna Sutton Foster, en þau munu hafa verið að stinga saman nefjum um nokkra hríð. People segir til dæmis að Jackman og Foster hafi sést ganga saman hönd í hönd í New York fyrr í þessum mánuði.

Foster sótti um skilnað frá eiginmanni sínum í október í fyrra.

Jackman og Foster hittust þegar þau léku saman í The Music Man á Broadway en sýningin var sýnd árin 2022 og 2023. „Hann er algjör draumur, svo ljúfur og hæfileikaríkur,“ sagði hún á sínum tíma.

Jackman og Deborrah eiga saman tvö uppkomin börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjö ára martröð byrjaði eftir að kærastinn prumpaði framan í hana

Sjö ára martröð byrjaði eftir að kærastinn prumpaði framan í hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooklyn með skýr skilaboð – Stendur með eiginkonunni gegn foreldrunum

Brooklyn með skýr skilaboð – Stendur með eiginkonunni gegn foreldrunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“

Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna Kristjáns á Tenerife: Dásamlegt en einmanalegt hér – flyt bráðum heim í öryggið, fjölskylduna og áhugamálin

Anna Kristjáns á Tenerife: Dásamlegt en einmanalegt hér – flyt bráðum heim í öryggið, fjölskylduna og áhugamálin