Venjulega tjá stjörnur sig ekki um fegrunaraðgerðir og kjaftasögur um slíkt, en sögusagnirnar voru orðnar svo háværar að Lindsay ákvað að tjá sig í samtali við Elle.
Hún sagðist vera allt of upptekin til að jafnvel bara spá í fegrunaraðgerðum.
„Hvenær hefði ég átt að gera þetta? Hvernig átti ég að hafa tíma fyrir þetta og hvar?“
Lindsay hefur haldið því fram að hún hafi náð þessari útlitsbreytingu með breyttum lífsstíl. Hún sagðist drekka safa úr gulrótum, engifer, sítrónu, ólífuolíu og eplum á hverjum morgni. Hún drekkur einnig mikið af grænu tei og vatni.
Hún sagðist einnig vera með „mjög ákveðna“ húðrútínu og dýfir andlitinu ofan í ísvatn á hverjum morgni, notar alls konar serum og fer í laser meðferðir.
Leikkonan hefur þó viðurkennt að hafa farið í bótox.