Sjá einnig: Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“
Margir hafa gagnrýnt Enok – sem virtist ekki kippa sér upp við neikvæðu athyglina en blokkaði síðan vinkonur Birgittu – og kom hann til tals í nýjasta þætti af Norræn karlmennska á streymisveitunni Brotkast.
Sjá einnig: Dramað nær nýjum hæðum:Blokkaði vinkonurnar – „Best að hann fari bara að borða franskarnar sínar
„Mitt take á þessu – sem enginn bað um – er […] að þetta er barnsmóðir þín. Þið eigið að sýna hvort öðru virðingu á almannafæri. Algjörlega óháð hvar þið standið í persónulegum samskiptum,“ sagði Jón.
„Barnið ykkar mun sjá svona hluti. Þetta er ekki hlutur sem þú átt að vera að viðra á almannafæri. Jafnvel þó um væri að ræða tálmanir eða hvað sem er, ef eitthvað slíkt er í gangi þá fer maður með það réttar leiðir, ég er ekki að segja að slíkt sé í gangi, ég er að segja að ef það er eitthvað ósætti, alveg sama hver ástæðan er, þá ferðu með það réttu leiðina. Það er ekkert sem réttlætir það að foreldrar barna séu að drulla yfir hvort annað á almannafæri.“
Sjá einnig: Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf
Jón segir að það sé mikilvægt að fráskildir foreldrar umberi hvort annað í samskiptum fyrir barnið.
„Þið eruð tengd for live, act like it, það er mjög nauðsynlegt,“ segir hann.
„Sem dæmi, ég og barnsmóðir mín hættum saman fyrir löngu síðan. Við vorum ekkert rosalega sátt í langan tíma á eftir. Hún sagði aldrei slæmt orð um mig við son minn, svoleiðis á þetta að vera.“
Hann segir að þetta sé bráðnauðsynlegur hluti þess að vera foreldri. „Það er, þú setur hagsmuni barnsins ofar þínum, alltaf. Og hagsmunir barnsins liggja ekki í því að foreldrar séu að rífast á samfélagsmiðlum.“