Heilsu- og lífsstílssíðan Eat This, Not That fjallaði á dögunum um kosti þess að fara í göngutúr og sagði það vera besta daglega vanann sem fólk getur tileinkað sér, mjög einföld og vanmetin leið til að brenna fitu og auk þess mjög auðveld og ódýr.
Rannsóknir sýna að fara í göngutúr getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Til dæmis getur 30 mínútna göngutúr daglega komið í veg fyrir ótímabær elliglöp, bætt andlegt heilbrigði og dregið úr líkunum á að fá Alzheimerssjúkdóminn. Göngutúrar geta einnig dregið úr þrýstingi á augun sem getur haldið aftur gláku. Daglegir göngutúrar geta einnig á áhrifaríkan hátt komið í veg fyrir hjartavandamál og hjartaáföll.
Sjá einnig: Þetta gerist í líkamanum ef þú ferð í 30 mínútna göngutúr daglega
Lyftingarþjálfarinn Caine Wilkes ræddi við ETNT og sagði göngutúra vera frábæra leið til að brenna fitu. „Þetta er létt hreyfing, það er auðvelt að jafna sig eftir göngutúr og hægt að gera þetta hvar sem er,“ sagði hann.
En ólíkt því sem margir halda þá er engin töfratala en mikið hefur verið talað um að best sé að ganga tíu þúsund skref á dag. Árið 2023 fór bandaríski áhrifavaldurinn Patrick Campbell á stúfana og skoðaði sextán mismunandi rannsóknir um skrefafjölda og komst að þeirri niðurstöðu að fimm til sjö þúsund skref á dag séu nóg.
Sjá einnig: Segir vinsælt heilsuátak vera blekkingu
Aðrir segja að best sé að stefna að sjö til tíu þúsund skrefum á dag, eða þrjá 10-15 mínútna göngutúra eftir hverja máltíð.
Það er líka hægt að ganga rösklega, ganga í halla, ganga upp stiga eða fyrir þá allra hörðustu að bæta við mjög léttum lóðum við göngutúrinn. Svo er líka alltaf gott að fara í svo kallaðan „hugleiðslu göngutúr“ þar sem þú ert bara að njóta, tengjast umhverfinu og ert í núinu.