Miðillinn Daily Beast hefur það eftir heimildarmönnum að krónprins Bretlands, Vilhjálmur, sé öskuvondur út í mágkonu sína, hertogaynjuna Meghan Markle, og ætli sér að svipta hana og bróður sinn konunglegum titlum þegar hann tekur við krúnunni.
Honum þyki þetta nauðsynlegt þar sem Meghan Markle hafi komið því skýrt á framfæri að hún ætli að halda áfram að nota konunglegan titil sinn í lífi sínu og starfi.
Meghan og Harry höfðu áður lofað Elísabetu Bretlandsdrottningu, þegar þau sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttu til Bandaríkjanna, að þau myndu hætta að nota titlana. En titillinn kallast á ensku HRH og stendur fyrir hin konuglega hátign. Meghan hefur nú svikið þetta loforð.
Hún hefur verið að senda út bréf þar sem hún kvittar undir með titli sínum. Meghan mun halda því fram að henni sé frjálst að nota titilinn svo lengi sem það sé ekki í viðskiptalegum tilgangi. Heimildarmaður úr herbúðum Meghan segir að Meghan og Harry virði það að þau megi ekki nota titlana í atvinnuskyni en þeim sé það þó fullfrjálst í einkaskilaboðum og bréfum.
Aðrir sem hafa starfað innan hallarinnar í Bretlandi hafa þó kallað þetta bull í hertogaynjunni. Sáttin við drottninguna hafi verið afdráttarlaus – þau mættu ekki nota titlana, ekki neitt.
Eins má ekki lesa annað úr opinberri tilkynningu hallarinnar þegar Meghan og Harry fluttu þar sagði: „Sussex-hjónin munu ekki lengur nota konunglega titla sína þar sem þau eru ekki lengur starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar.“
Heimildir herma að Karl Bretakonungur nenni ekki að gera mál úr þessu. Vilhjálmur sé á öðru máli.
Einn heimildarmaður orðaði það svo:
„Vilhjálmur mun ekki umbera þetta. Hann fyrirlítur og hefur andstyggð á Harry og Meghan inn að beini. Hann telur að þau hafi svikið allt sem fjölskyldan stendur fyrir og tilhugsunin um að þau séu að nota titla sína sér til framdráttar gerir hann bandvitlausan.“