

Fókus var hlaðið fjölbreyttu efni á árinu sem er að líða. Viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga sem og minna þekkta vöktu athygli, auk þess sem fregnir af fræga fólkinu, innlendu sem erlendu vekja alltaf athygli. Ný ást og hjónaband, barneignir, sala fasteigna og Íslandsvinir slá alltaf í gegn.
Hér að neðan má lesa um hvað sló í gegn hjá lesendum Fókus á árinu sem er að líða.
Viðtal við Árna Björn Kristjánsson vaxtaræktarkappa og fyrrum fasteignasala vakti mikla athygli en hann og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, hafa vakið athygli fyrir að deila óspart efni á samfélagsmiðlum sem flestir myndu halda að pör ættu að halda út af fyrir sig. Það hefur ekki farið framhjá Árna að fólki þyki þetta forvitnilegt og sumum þyki þetta jafnvel undarlegt, en hann segir það ekkert trufla hann. Hann útskýrir þessa breytingu á samfélagsmiðlum og segir hana tengjast breytingu á sér sjálfum yfir árin.

Áfallasaga Áslaugar Maríu í hlaðvarpinu Sterk saman vakti mikla athygli. Áslaug ólst upp við alkóhólisma og vanrækslu hjá foreldrum sínum, ásamt yngri bróður sínum. Þau voru tvö á heimilinu en áttu hálfsystkini sem komu í heimsókn.
„Ég varð fyrir kynferðisofbeldi, mér finnst misnotkun og nauðgun ekki það sama, ég tengi þetta tvennt ekki saman,“ segir hún.
Þegar Áslaug var fimm ára gömul segir hún að faðir hennar hafi byrjað að beita hana kynferðislegu ofbeldi.

Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður, sagði frá því hvernig fjölskylda hans lokaði á hann þegar hann var djúpt sokkinn í neyslu. Jakob opnar sig um fíknivanda og bataferli og segir frá því hvernig 28. október 2020 hafi verið fyrsti dagurinn sem hann hafi vaknað edrú, með engin efni í sér. Deginum áður hafði hann komið til Svíþjóðar til að gangast undir meðferð við áfengis- og fíknivanda.

Aron Mímir Gylfason, annar helmingur glaðvarpsins Götustrákar, greindist með sjaldgæfan sjúkdóm í desember árið 2024, eftir að hafa upplifað sig í annarlegu ástandi og verið handtekinn af lögreglu.
Sagði hann frá því hvernig hann byrjaði að upplifa sig í annarlegu ástandi þegar hann var að keyra heim af næturvakt. Fjóra lögreglumenn þurfti til að halda Aroni sem var handjárnaður fyrir aftan bak heima hjá sér.

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur tónlistarkonu, Davíð Sigurgeirsson, var allt annað en sáttur með frétt Mannlífs. Í fréttinni var greint frá tapi hjá fyrirtæki eiginmanns Jóhönnu Guðrúnar, en hún kemur ekkert nálægt rekstrinum. Eigi að síður var hún fyrirsögn og andlit fréttarinnar. „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi. Bæði greinin varðandi kaupmálann og svo þetta. Mannlíf takið ykkur tak!“ segir Davíð.

Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, er að öllum líkindum umtalaðasti maður ársins. Hann sætti harðri gagnrýni eftir framgöngu sína í Kastljós. Á meðal þeirra sem létu Snorra heyra það var Helena Reynisdóttir.
Sjá einnig: Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“

Sjá einnig: Kolbrún Birna kemur upp um Snorra – Birtir gömul tíst sem segja aðra sögu

Nadine Guðrún Yaghi, eiginkona Snorra, tjáði sig hvað henni finnst um skoðanir eiginmannsins.
Sjá einnig: Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra

Samfélag aðdáenda Söngvakeppninnar nötraði eftir að keppandi komst ekki áfram af undanúrslitakvöldi. Eurovision-aðdáendur, bæði íslenskir og erlendir, virðast vera mjög hissa yfir niðurstöðunum og segja einn keppanda illa svikinn og að þarna hafi Ísland glatað tækifærinu að ná góðum árangri í ár.

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sendi sjómanninum Enok V. Jónssyni pillu með óbeinni stuðningsyfirlýsingu fyrir markaðsstjórann Birgittu Líf Björnsdóttur.
Sjá einnig: Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf

Allar fréttir um þyngdarstjórnunarlyf og afleiðingar þeirra eru lesnar upp til agna.
Sjá einnig: Missti 19 kíló en fékk „Ozempic-píku“ – Fann lausnina og kynlífið blómstrar
Sjá einnig: Læknir varar við ógnvekjandi nýrri aukaverkun af notkun Ozempic

Fréttir um upplifun erlendra ferðamanna hérlendis slá alltaf í gegn. Hin bandaríska Casie Cattie dásamaði heilbrigðiskerfið.
Sjá einnig: Bandarísk kona deilir upplifun sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu – Hissa þegar hún fékk reikninginn

Myndband OnlyFans-stjörnu í Reykjadal vakti mikla athygli.
Sjá einnig: OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

Margir ferðamenn eru kvaddir með eftirminnilegum hætti.
Sjá einnig: Voru að fljúga heim frá Íslandi þegar flugmaðurinn sagði farþegum að líta út

Að sama skapi þá falla frásagnir um áföll erlendra einstaklinga, veikindi, ótrúlegar batasögur og reynsla eða andlát sem valda óhug í kramið hjá lesendum Fókus.
Líkt og andlát bresks þriggja barna föður, sem var álitinn heilbrigður 29 ára einstaklingur,. Andlát hans varpar ljósi á lífshættulegar afleiðingar reglubundinnar ofdrykkju áfengis.

Og í lok árs vildu lesendur einnig fræðast um jólatónleikana. Jólagestir féllu misvel í kramið hjá gestum en umræða um þá, meðal annars um lagaval og hvernig sýningin hefur breyst í gegnum árin, var í Facebook-hópnum Beauty Tips. „Fleiri en ég sem er svekkt með Jólagesti í ár? Er í salnum og langar mest að labba út,“ spurði ein aðra meðlimi hópsins þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir.
Sjá einnig: Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
