

Hanna Rún Basev Óladóttir er ekki bara ein af okkar færustu dönsurum og margverðlaunuð í dansheiminum, hún er einnig heimakær föndrari.
Nýlega sýndi Hanna Rún fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum hvernig hún og dóttir hennar föndruðu músahús fyrir tvær jólamýs, jólaskraut sem þær keyptu og komu með heim.
„Ég og Kíra mín rákum augun í tvær sætar jólamýs þegar við vorum á jóla rölti, við vorum sammála um að þessar yrðu að koma með okkur heim. Þegar við komum heim og tókum mýsnar upp úr pokanum þá fannst okkur eitthvað vanta, þeim vantaði stað til að búa á. Við föndruðum því saman lítið sætt „músahús” (úr pappa auðvitað). Kíra sagði mér hvernig hún vildi hafa húsið og hér er smá video af föndrinu okkar.“
Hanna Rún deilir því aðspurð í athugasemd að eitthvað af smámununum var keypt í verslun Söstrene Grene.
View this post on Instagram