fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. desember 2025 07:00

Chrissy Teigen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chrissy Teigen, matardrottning og fyrrum fyrirsæta, greindi frá því á gamansaman hátt hvernig hún missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“.

Á Instagram Story sýndi Teigen fylgjendum sínum hvernig hún og börnin hennar voru að„rækta“ brjóstsykurstöngla (e. Candy canes).

Í myndbandinu voru dæturnar Luna, níu ára, og Esti, tveggja ára, ásamt sonunum Miles, sjö ára, og Wren, tveggja ára, að setja mold í litla blómapotta og vökva.. Eftir að börnin hennar voru farin að sofa opnaði Teigen laumulega poka af litlum sælgætisstöngum og setti í pottana svo börnin gætu fundið þá næsta morgun. Eftir því sem dagarnir liðu skipti hún sælgætisstöngunum út fyrir stærri.

En eitt kvöld reyndi Teigen að opna „einn af þessum vondu strákum, og tönnin datt úr henni.„Þetta er það sem mömmur gera fyrir börnin sín, svo þau haldi að þau hafi ræktað sælgætisstangir. Ég er bara að reyna að skapa töfra. Núna er ég tannlaus.“

Teigen hafði ekki tíma til að fara til tannlæknis fyrir hátíðartónleika í skóla barnanna. Daginn eftir tók hún upp myndband þegar hún ók á viðburðinn og sat í salnum ásamt öðrum foreldrum.

Teigen notaði andlitsgrímu á tónleikunum, en gerði samt áfram óspart grín að atvikinu.

„Gleðilega jólagjöf frá fjölskyldu okkar til ykkar!!!!!!!“ skrifaði hún við myndskeiðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar