

DV fjallaði í morgun um gagnrýni Jónasar Sen á Vísi um jólatónleika Emmsjé Gauta, Julevenner.
Sjá einnig: Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“
Svo virðist sem Emmsjé Gauti taki gagnrýnina ekki óstinnt upp, því hann hefur þegar sett út auglýsingu fyrir tónleika jólin 2026.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Helvíti á jörð, sem er einmitt setningin sem Jónas notaði um tónleikana. Og einnar stjörnu dómur hans prýðir einnig plakatið. Forsala er þegar hafin.
Klukkutími er liðinn frá færslunni og hafa nær 500 manns látið sér líka við og eru ánægðir með viðbrögð Emmsjé Gauta.
View this post on Instagram