

Kvikmyndin O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, hlaut um helgina verðlaun sem kennd er við Rúmensku borgina Târgu Mureș, en verðlaunin voru veitt á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni.
Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og eru þetta 19 verðlaun myndarinnar. O (Hringur) er einnig í forvali til Óskarsverðlaunanna 2026. O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.
Heather framleiðandi
„Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag sem myndin okkar hefur verið. Við eru svo stolt af öllum þessu fólki sem gerði myndina með okkur og gerði hana að veruleika. Næsta fimmtudag verða tvær sýningar af O (Hringur) í Kringlubíó og vonumst við til að sjá sem flesta þar.”