

Katrín og Vilhjálmur prins mættu á Royal Variety sýninguna í gær, en þetta var í fyrsta sinn síðan 2023 að þau mættu saman.
Katrín greindist með krabbamein snemma árs 2024 og tilkynnti það í mars sama ár. Í janúar 2025 greindi hún frá því að hún væri á batavegi.
Söngkonan Jessie J var stödd á viðburðinum, en hún hefur sjálf verið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Hún greindist með brjóstakrabbamein á byrjunarstigi í sumar og fór í aðgerð í kjölfarið.

Samkvæmt Daily Mail sagði Jessie J prinsessunni frá eigin baráttu og sagðist vilja faðma hana, sem prinsessan samþykkti. Þær deildu fallegu faðmlagi, sem er venjulega brot á konunglegum siðareglum en hefur prinsessan ákveðið að líta framhjá því fyrir þetta tilefni.