Hjónin eru bæði þekktar raunveruleikastjörnur. Terry Dubrow sló í gegn í þáttunum The Swan á sínum tíma og síðar í Botched. Heather er ein af húsfreyjunum í The Real Housewives of Orange County.
Þau halda saman úti hlaðvarpinu Between Us og í nýjasta þættinum sögðust þau hafa fengið skammir frá krökkunum sínum fjórum fyrir að tala um „óviðeigandi málefni.“
„Við tölum um mjög persónulega hluti, kannski aðeins of persónulega,“ sagði Terry.
„Þau eru ekki hrifin af því þegar við tölum um Ozempic píku,“ sagði Heather.
Terry sagði þetta alvöru aukaverkun sem hefur áhrif á margar konur.
„Þegar þú ert með minni fitu þá ertu með minna estrógen, og þegar þú ert með minna estrógen þá hefurðu kannski minni rakamyndun í leggöngunum og meiri þurrk, þau geta verið viðkvæmari fyrir ertingu og alls konar önnur vandamál,“ sagði Terry.
Sjá einnig: Missti 19 kíló en fékk „Ozempic-píku“ – Fann lausnina og kynlífið blómstrar
Hingað til hefur aðallega verið rætt um „Ozempic-píkuna“ sem útlitslega aukaverkun.
„Það eru sífellt fleiri frásagnir að heyrast um hvernig hratt þyngdartap með Ozempic geti leitt til breytinga á kynfærasvæði kvenna, meðal annars varðandi slappleika,“ sagði Amanda Bradshaw, sérfræðingur í PRP- og stofnfrumumeðferðum, í sumar.
„Svona dramatískt þyngdartap hefur ekki bara áhrif á andlit eða líkamann, heldur ytri kynfæri og leggöngin sjálf. Fitupúðar sem veita stuðning við leggöngin geta minnkað, sem leiðir til minni teygjanleika og hugsanlega öðruvísi tilfinningar við kynlíf.“