fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“

Fókus
Föstudaginn 17. október 2025 09:30

Al Pacino og Diane Keaton árið 1989. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Al Pacino rýfur þögnina um fráfall leikkonunnar Diane Keaton. Þau voru eitt heitasta par Hollywood um tíma.

Sjá einnig: Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Keaton lést úr lungnabólgu laugardaginn 11. október síðastliðinn, 79 ára að aldri. Hún lék kærustu Pacino í trílógíunni Guðfaðirinn, The Godfather. Fyrsta kvikmyndin kom út árið 1972 en þau byrjuðu saman árið 1974. Þau hættu saman árið 1990 eftir að Keaton setti honum úrslitakosti og hann neitaði að skuldbinda sig og giftast.

Heimildarmaður Daily Mail sagði fyrr í vikunni að Pacino, 85 ára, sjái eftir ákvörðun sinni.

„Ég veit að hann mun alltaf sjá eftir því að hafa ekki gripið tækifærið þegar hann gat. Í mörg ár eftir sambandsslitin sagði hann: „Ef þessu er ætlað að verða þá er aldrei of seint að láta reyna á það.“ En því miður er það orðið of seint núna,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Al viðurkennir að Diane var ástin í lífi hans, hann lýsti henni alltaf sem „ótrúlegri konu.““

Rýfur þögnina

Leikarinn hefur nú rofið þögnina um andlát Keaton.

„Ég er miður mína vegna fráfalls Diane Keaton,“ sagði hann við Deadline.

„Ég var í áfalli fyrst þegar ég heyrði fréttirnar. Diane var félagi minn, vinur minn, einhver sem færði mér hamingju og hafði, oftar en einu sinni, áhrif á hvaða stefnu líf mitt myndi taka. Þó það séu þrjátíu ár liðin síðan við vorum saman þá eru minningarnar skýrar og enn meira nú eftir að hún lést, það er bæði sársaukafullt og fallegt.“

Pacino fór fögrum orðum um Keaton og það sem hún gerði fyrir aðra. „Hún var ótrúleg og mögnuð,“ sagði hann.

„Ég mun aldrei gleyma henni. Hún gat flogið og hún mun alltaf gera það í hjarta mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Opinbera dánarorsök Diane Keaton
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust